Monday, May 12, 2008

Stúdínan

Það styttist í að Hrefna klári stúdentinn (!), er að klára síðasta árið í menntó.
"Mösspåtagning" er seremónía þar sem stúdentshúfurnar eru settar upp við hátíðlegar tilfæringar. Bekkurinn hennar Hrefnu fór með kennurum og rektor í siglingu um skerjagarðinn á bát þar sem innbyrtur var síðdegisverður og húfurnar settar upp - og svo var festað áfram í landi fram eftir kveldi. Hér er Hrefna fyrir miðju með bekkjarsystrunum og samstúdínunum Angelicu og Emmu.

Fleiri myndir frá þessu má sjá hér. Allt dokumenterað að hætti Hrefnu; frá því hist var við skólann, labbað í lestina, lestarferðin, báturinn, maturinn, húfurnar... o.s.frv....

Sjálf útskriftin verður 28.maí, allir eru velkomnir að samfagna :-).


1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá hvað tíminn líður hratt, strax komið að tímamótum hjá elsku frænkunni minni :)

Hjödda

8:39 pm  

Post a Comment

<< Home