Thursday, May 22, 2008

Lunch í Ulriksdal

Mamman fór með Örju í hádegismat í Ulriksdals trädgårdscafé. Mjög gott grænmetishlaðborð, skemmtilegt gróðurhús og verslun.
Við Arja hittumst svo sjaldan þannig að það var skipst á gjöfum fyrir árið (lá við!); afmæli, fæðingar o.s.frv. gjafir...
Arja tók þessa mynd af bolluni með símanum sínum.

Þegar ég kom í leikskólann að sækja Skarphéðinn sagði ein stelpan við mig: "Vilken fin klänning du har" - en hvað þú ert í fínum kjól. Algjör dúlla og týpísk stelpa. Ekki dytti Skarphéðni í hug að láta svona útúr sér :-), enda ekkert flott sem ekki er með löggumerki eða hauskúpu.

Þetta var k rúttlegra en hvað lítill strákur sagði við mig þegar ég var í sundi með Skarphéðni um síðustu helgi... Hann var ca. 6 ára og sat í gufubaðinu með okkur Skarphéðni og sagði við mig:
- Ertu með barn í maganum?
- Já sagði ég stolt.
- Ég veit hvað þú hefur gert!
- Jæja, er það já sagði ég og bjó mig undir að standa upp og draga Skarphéðinn með mér út áður en ég þyrfti að hlusta á .... ég veit ekki hvað.
-Þú ert búinn að knúsa pabbann rosalega fast, hélt sá stutti áfram.
Þetta virtist nokkuð sakleysislegt svo ég var jafnvel að spá í að setjast aftur, en þá hélt hann áfram og fór að benda á tippið á sér:
- og þá fór sko úr tippinu og inní magann og....

Alltí læ, bless.....



2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bollan er býsna breið orðin, greinilega stelpa þarna undir belti.....

Hjödda

7:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað þú ert fín mín kæra og snilldar saga - ég hló upphátt híhí

knús og kossar og til hamingju með stúdentinn !
Ólöf

11:18 pm  

Post a Comment

<< Home