Bollan á bráðum afmæli
Já, sú Ó-létta og vanhæfa á afmæli í næstu viku, og verður þá fullra 40 vetra (!)
Því notuðu vinnufélagarnir á ITM
tækifærið (greinilega) og skáluðu fyrir henni og afhentu afmælisgjöf í tveggja daga starfsmannaferð sem farin var til Tovetorp (feltstöð sem tilheyrir háskólanum).
Það var gert við gamla myllu frá um 1600 þarna í Sörmländsku skógunum rétt hjá Tovetorp (ca. 150 km f. sunnan Stokkhólm). Það var skálað í freyðivíni - og sódavatni, og boðið uppá ólífur og snakk í þessu mjög svo sérstaka umhverfi.
Og allir sungu Ja, må hon leva.... í rödduðum kór. Líklegast svo innblásnir af fallegu náttúrunni þarna - nú eða freyðivíninu.
Hér er mynd af bollunni með afmælisgjöfina frá vinnunni; silfursmíðaverkfæri - sem bollan var sko búin að hinta um að sig langaði í - enda eru þau rándýr....
Svo er mynd af okkur á deildinni Environmental toxicology and chemistry. Á myndina vantar samt ca. 7 stk. sem er hópur sem er að fara í 7 vikna rússneskan rannsóknaleiðangur til arktis og notar hverja mínútu til að pakka. Ég er alltaf að reyna að benda þeim á að það muni gefast nægur tími til að uppgötva hvað vantaði með í ferðina á þessum 7 vikum, og þau geti bara geymt þær áhyggjur þangað til....
Neðst er verið að spila kubb....: "Teambildande insats".
1 Comments:
Vá, en þú heppin, maður fær ekki alltaf það sem mann langar mest í á afmælinu sínu :)
Búin að kaupa afmælisgjöf, á bara eftir að koma henni í kassa með ýmsu öðru.....
Hjödda
Post a Comment
<< Home