Saturday, May 31, 2008

Skerjagarðsferð

Deginum eyddum við með Sóley og Guðjóni í Skerjagarðinum (í lánshúsi og á lánsbát). Sól, sjór, bátalíf, strandir, matur og huggulegheit.... Meiriháttar gaman.

Strákunum (köllunum) fannst gaman að fara hratt á bátnum, en okkur Sóley þótti verra að þurfa að halda í handleggi og kjólfalda og ökkla á krökkunum til að þau myndu ekki fjúka útbyrðis í stað þess að njóta útsýnisins, og báðum þá því um miskunn. Það var soldið erfitt, sérstaklega þegar aðrir bátar voru að taka fram úr - og af þeim var nóg, bullandi bátatraffík útum allt.

Skarphéðinn var alveg viss um að við værum í útlöndum því um kvöldið þegar við sögðumst þurfa að fara heim sagði hann: "Ha ? Til Svíþjóðar". Greyið hélt líklegast að við værum flutt til Paradísar.

Guðjón átti einmitt afmæli þennan dag. Við bíðum spennt eftir næsta afmæli þegar hann verður 40 ára, þá verðum við örugglega sótt í þyrlu, eða í loftbelg - að minnsta kosti.



















0 Comments:

Post a Comment

<< Home