Hrefna stúdent - vá !
Já VÁ því þetta var svo flottur dagur, og merkilegur, og hátíðlegur, og ótrúlegur eitthvað ....
Mamman trúir varla að hún Hrefna "litla" sé orðin stúdent!! Finnst einsog það hafi verið í hitteðfyrra eða árið þar á undan sem hún tók myndina af henni sem er á stúdentsplakatinu - en þá var hún 4ra ára.
En það var allavega haldið uppá daginn með pompi og pragt í yndislegu veðri.
Hefðin er s.s. sú að ættingjar og vinir bíða fyrir utan skólann eftir því að stúdentarnir nýbökuðu ”hlaupi út”. Þeir eru inni í skólanum og taka þátt í hátíðarseremóníu, setja upp húfurnar, borða saman hádegismat, koma svo út á tröppur og syngja og hlusta á smá ræðuhöld. Hlaupa síðan til ættingja og vina sem bíða fyrir utan með spjöld með mynd af þeim frá því þau voru lítil.
Svo keyra krakkarnir um á skreyttum vörubílum með músík og látum, síðan er veisla og matur heima, og loks partý og fjör í bænum.
Þetta var æðislegur dagur…. Sólríkur og heitur…. og allir krakkarnir voru svo fínir og glaðir og foreldrarnir svo stoltir og ánægðir og hrærðir og allir í hátíðarskapi og…. frábært.
Frökenin var sjálf mjög ánægð með daginn, sagði að þetta hefði verið ”Besti dagurinn í lífinu” ….:-)
Dagens nyheter birti smá grein um þessa fyrstu stúdenta vorsins, þar er vitnað í "Hrefla Birgisdottir" - reyndar ekki útaf framúrskarandi árangri - heldur varðandi partýplön eftir stúdentinn... Stúdínan kom því ss.á framfæri að "bærinn verður óöruggur í kvöld" - sko því allir stúdentarnir verða þar á ferð að fagna.
Þegar frökenin var að opna gjafirnar seinna um daginn í tilefni áfangans hafði hún orð á því "að hún ætti þetta faktískt allt saman vel skilið, því hún væri búin að vera svo dugleg í skólanum"..... :-) En mamman er alveg sammála, því hún fékk hæstu einkunn MVG (mycket väl godkännt) í 27 fögum af 32 = Mycket bra !
Í haust er hún svo búin að skrá sig í Háskólann í Linköping (sem er í ca. 2.5 tíma keyrslu-fjarlægð f. sunnan Stokkhólm), í sams konar nám og hún var í, eða grafíska hönnun, fjölmiðlun o.þ.h.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home