Saturday, June 21, 2008

Midsommar fagnad

Midsommar er stærsta hátíð Svía. Þá flykkjast allir út og dansa í kringum Midsommarstöngina og hafa gaman. Fyrst er reyndar borðað sill-lunch í hádeginu, s.s. síld og meðlæti og snapsar og svoleiðis. Svo er ALLTAF jarðaberjaterta með eftirmiðdagskaffinu - eða einhvern tíman þennan dag (sem er eiginlega ein löng átveisla....). Enda kosta jarðaberin 40skr. dollan í kringum midsommar í stað 20kr..... Svo er yfirleitt grillað um kvöldið með vinum eða fjölskyldu.

Við Freyr og Skarphéðinn fórum uppað kirkjunni í Vallentuna og fylgdumst með hátíðarhöldunum þar. Þar var búið að reisa midsommarstöng á túninu milli kirkjunnar og vatnsins. Bæði þjóðdansarar að sýna - og svo "óbreyttir borgarar", sem dönsuðu hver sem betur gat, allt mjög hefðbundið og skemmtilegt. Þangað til það rann upp fyrir Frey að við værum búin að vera þarna í næstum 2 tíma - og þá alltof lítill tími til að "slappa af heima". Þá var rokið heim í fússi.

Fórum svo - seint og um síðir og grilluðum með 5 öðrum fjölskyldum í mömmuhópnum (mömmur í hverfinu sem höfum þekkst og umgengist síðan Skarphéðinn/börnin fæddust).
Það var hrikalega gaman, langt síðan ég hef hlegið eins mikið (já samt voru þetta bara svíar. djók!). Og maður vissi ekki af börnunum. Þau voru bara hlaupandi um inni eða úti að leika og eitthvað að bralla. Skemmtu sér konunglega þar til kl. 24 (!) Þá höfðu reyndar sum þeirra laumast í kerruna sína og sofnað...
:-)













1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Frábært myndband...það fer ekkert á milli mála hvað Skarpa finnst um þetta dansatriði!:)

Kveðja,
Halldór

5:15 am  

Post a Comment

<< Home