Thursday, May 19, 2005


Skarphéðinn og ég (Halldóra) erum aftur farin til Íslands - útaf mömmu, sem er orðinn enn verri af veikindunum. Posted by Hello


8. Maí. Posted by Hello

Sunday, May 15, 2005

Afi í heimsókn


Afi Víking stoppaði í 2 nætur hjá okkur á leið sinni frá Riga í Lettlandi til Íslands. Hér erum við að rölta með honum í Bergianska trädgården. Stöndum undir kirsuberjatré, en þau eru akkúrat í blóma núna.


Við Brunnsviken, sem Bergianska trädgården liggur að. Skarphéðinn var allan tímann með lappirnar uppá stönginni á kerrunni einsog einhver kúl dúd..... Á bolnum hans Frey stendur: "My daugther went to Spain and all I got was this lousy T-shirt"..... Posted by Hello


Svo fengum við okkur ís (sumir) og kex (sumir) á útikaffihúsi í grasagarðinum, áður en við fórum að lokum í plöntubúðina og keyptum rósir og fleira til að planta í garðinn okkar. Posted by Hello

Thursday, May 12, 2005

10 mánaða - á Íslandi


Ég er orðinn 10 mánaða gamall - og nýbúinn að fá fyrstu tönnina mína !
Fór alla leið til Íslands til að fá hana :-) . Svo er ég orðinn voða duglegur að ganga meðfram hlutum, og útum allt ef ég er leiddur - og svo get ég staðið aleinn og óstuddur á gólfinu !!! í smástund amk.....

Mér finnst mjög gaman að brölta útum allt og er á fullu í því allan daginn. Er næstum hættur að leika með dótið mitt, því það er miklu skemmtilegra að reyna að færa stóla til og frá og að opna hurðir og skápa og svoleiðis..... En mér finnst líka gaman að skoða bækur. Helst bækur með dýrum sem mamma og pabbi herma eftir (alveg einsog hálfvitar!).

Við fórum í viku heimsókn til Íslands, hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þeirri ferð.


Amma Vala og ég. Posted by Hello


Í mat hjá Erlu, Víglundi og Veru.
Posted by Hello


Vala og Stína. Posted by Hello


Amma að hjálpa mér að skrifa á blað :-) . Posted by Hello


Erla, Vera, Siggi bróðir (pabbi Erlu) og Jóna að heilsa uppá okkur. Posted by Hello


Kíkt útum (harðlokaðann!) gluggann hjá ömmu útá Laugarnesið og Faxaflóann. Sést þarna líka í Reykjavíkurhöfn og Granda. Posted by Hello


Í göngutúr útá Laugarnesi með Elenu. Skarphéðinn sefur. Í þessari líka fínu kerru sem er keypt í Nígeríu (!) og við erum með í láni frá Reyni.
Posted by Hello


Með Fríðu frænku í kaffi í Rauða húsinu á Eyrarbakka.
Posted by Hello


Hjördís frænka kom í heimsókn með litla strákinn sinn Davíð Funa og Siggu mömmu sína (sem er systir ömmu Völu).


Ég var rosalega hrifinn af Davíð Funa litla frænda mínum, 3ja mánaða....
Posted by Hello


Það var svaka fjör að leika með göngugrindina hennar ömmu...! Posted by Hello


Fríða í heimsókn á Kleppsveginum.

Monday, May 02, 2005

Íslandsferð


Halldóra og Skarphéðinn fara til Íslands á morgun, og stoppa í viku. Til að heilsa uppá mömmu/ ömmu sem er komin heim af spítalanum.

Þessi mynd af þeim Valgerði og Skarphéðni er tekin í janúar sl. snemma morguns á Kleppsveginum hjá mömmu/ömmu Valgerði.