Monday, July 30, 2007

Pikknikk á róló

Í lok júlí fórum við í pikknikk á skemmtilegum róló hér í Vallentuna; Åby park. Hittum þar þá úr mömmuhópnum sem voru heima: Maríu með Hildu (3ja) og Siri (1,5 ára), og Johann með Olle (3ja), og Nora (1 árs).
Skarphéðinn var mjög feiminn, enda nokkrar vikur síðan hann hitti félaga sína síðast. En síðan var svo gaman að leika og hlaupa að hann gleymdi alveg að vera feiminn - og reyndar líka að pissa í klósettið..... (!) Og enginn varð meira hissa en hann þegar brækurnar og allt voru orðnar rennblautar :-). En það reddaðist nú allt, með naríum frá Hildu og Stuttbrókum frá Olle.

Við Skarpi bökuðum mjög góða rabarbaraköku til að fara með.







Tuesday, July 17, 2007

Sumarfrí á Íslandi

Við fjölskyldan fórum í sumarfrí til Íslands, og fengum sól og yndislegt veður allan tímann - frábær ferð !! Fyrir utan að eiga góðar stundir með vinum og ættingjum skoðuðum við mikið af landinu.

Við keyrðum hringinn, byrjuðum á að gista 2 nætur hjá Unni, Þórarni og börnum sem eiga hlut í eyðibýli á Brunasandi utan við Kirkjubæjarklaustur, það var mjög skemmtilegt; góður matur ogskemmtilegur félagsskapur :-). Svo keyrðum við áfram Austfirðina norður á bóginn, gistum á Edduhótelum á Eiðum f. utan Egilsstaði, síðan á Stórutjörnum vestan við Mývatn, og á Akureyri. Á Akureyri heimsóttum við Aðalheiði ömmu Freys og langömmu Skarphéðins, einnig nokkrar frænkur og frændur á Freys aldri, einsog Hólmar & fjölskyldu og Hildigunni & fjölskyldu.

Sól og brakandi blíða allan tímann, oh, það er svo gaman að vera á Íslandi í góðu veðri!!!

Hrefna og Per komu líka, og stoppuðu í 1 viku. Við fórum með þeim á Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Bláa lónið, í útreiðatúr, í Perluna, oft í sund o.fl. ofl., stanslaust stuð :-). Þau (og við öll!) vorum mjög ánægð með ferðina, þetta var mjög gaman....
Hér að neðan eru nokkrar myndir, og hér má sjá enn fleiri Íslands-myndir í albúmi.

























































































Sunday, July 08, 2007

Skarphéðinn þriggja ára

Skarphéðinn varð þriggja ára 8.júlí; á Íslandi, og að sjálfsögðu var haldið uppá það með stæl. Ég (Halldóra), Ellen amma og Betty Crocker vinkona mín bökuðum kökur, og Hjördís frænka kom með hoppukastala í boði Skerjavers - það var mjööög vinsælt hjá yngri kynslóðinni :-)

Hér eru nokkrar afmælismyndir :-)