Saturday, June 23, 2007

Midsommar
















Midsommar er stærsta hátíð Svía, og er haldin næsta föstudag við Jónsmessu. Þá er sungið og dansað í kringum Maístöng, helst með blómsveig á höfði, og svo etnar sumarlegar kræsingar einsog nýuppteknar kartöflur (färskpotatis) og jarðarber. Ásamt yfirleitt síld, stundum laxi, og brauði og osti og þesslegu. Við héldum uppá Midsommar heima hjá Sóley og Guðjóni, þar sem allir lögðu eitthvað til á veisluborðið, mjög gaman einsog alltaf þar á bæ.

Við mælum með grilluðum lax (grilla 4 mín á roðinu, svo 2-4 mín á hinni hliðinni) með þessu jarðaberjasalati - namm !

Krakkarnir elskuðu að leika sér í litla húsinu í garðinum, fengu ís og jarðaber einsog þau gátu í sig látið og hoppuðu svo á trampolíninu fram eftir kveldi.... :-)


























































































Labels:

Thursday, June 21, 2007

Astrid Lindgrens värld heimsótt


Við fórum í tveggja daga ferð með Sóley, Guðjóni og börnum til Astrid Lindgrens värld, sem er staðsett í Vimmerby, fæðingarbæ Astridar, í um 3,5 tíma keyrslu frá Stokkhólmi. Það var MEIRIháttar skemmtilegt! Skemmtilegasti garður sem við höfum farið í. Hver elskar ekki Línu, og Emil í Kattholti og allar söguhetjurnar hennar Astridar?

Garðurinn er þannig uppbyggður að maður gengur á milli inní söguumhverfin, að Sjónarhól, Kattholti og fleira. Þar eru síðan söguhetjurnar (leikarar) sem sýna stutt atriði úr sögunum, og þess á milli má maður ganga inní húsin og leikmyndina og spjalla við söguhetjurnar - hrikalega gaman !!!

Hér er fleiri myndir frá ferðinni.













































































Sunday, June 17, 2007

Elena, Stefán og Christina í heimsókn



Þau Elena, Stefán og Christina systir Elenu frá Spáni komu í helgarheimsókn, rosa skemmtilegt. Hér erum við útí Fläderholmarna í pikknikk - mmmm....

Friday, June 15, 2007

Flädersaft-verksmiðjan

Nú standa flädertrén í blóma, og við Skarphéðinn fórum á stúfana og tíndum einsog 70 klasa til að gefa saft af. Þessi tré eru oft í görðum og á opnum svæðum, og það er bara að fara og tína sér "í soðið". Nágrannar okkar eru líka með svona tré, og við Skarpi áskiljum okkur rétt til að tína allt sem hangir yfir okkar lóðamörk sko..... :-)

Svo er þessu bara dembt í ílát með slatta af sítrónusneiðum, sykri uppleystum í vatni, og látið standa í 3-5 daga. Þá eru herlegheitin sigtuð, og fryst í klakaboxi t.d., síðan sett útí vatn og drukkið, namm....




Sunday, June 10, 2007

Hún á afmæli í dag....!

Já, húsmóðirin á heimilinu átti afmæli og varð þarmeð fullra 39 vetra. Af því tilefni var grillað útí garði og hóað í Sóley og Röggu og fjölskyldur þeirra. Og heiðursgestirnir Hrefna og Per mættu á svæðið, alls 12 pers..

Veðrið var yndislegt, sólskin og sólarlandahiti, og yngri afmælisgestirnir (Skarphéðinn, Rúna Lóa, Sara og Íris) vippuðu sér úr spjörunum og stungu sér til sunds í litlu plasklauginni hans Skarphéðins. Þetta var frábær dagur, maturinn æðislegur, gaman að sitja úti í góðum félagsskap, Sangrían flaut og litlir klístraðir kroppar hlaupandi um.... :-)

Who could ask for more?































Húsmóðirin bakaði marengstertu, eftir að hafa ráðfært sig við Erlu frænku, sem ráðfærði sig við tengdó áður en hún gaf lokaráðgjöfina.... :-)
Niðurstaðan var þessi: ca. 1 eggjahvíta á móti 1 dl af sykri, stífþeytt og bakað við 125°C í klt. (eða kannski hafði ég hana í 1,5 klt....?), slökkt á ofninum og látin standa í eftirhitanum yfir nóttina. Þeyttur rjómi settur ofaná (að morgni dags svo þetta nái nú að gumsast saman), og svo jarðaber ofaná. Í þessari hnallþóru voru 8 eggjahvítur og 6 dl af sykri. Dugði fyrir selskapinn - og okkur Skarphéðinn daginn eftir.... :-)

Bara eitt sem ég var að velta fyrir mér... þessi hnallþóra "rann sko út" í ofninum þannig að hún passaði fyrir rest ekki á neinn tertudisk (!!!), ætli hún hafi ekki verið nógu stífþeytt, þessi elska?

















Rúna Lóa var með 4ra ára afmælisveislu fyrr um daginn, hér sitjum við undir afmælissöng gestanna - og höfum gaman af.

















Jibbí!!! Ferfalt húrra fyrir okkur: Húrra, húrra, húrra húrra.... :-)
Einsog sænskurinn gerir. Alltaf dáldið fyndið þegar þeir byrja með húrrahrópin sín, öllum krökkum dauðbregður þegar fólk byrjar að æpa þetta....

Saturday, June 09, 2007

Fyrsta dopp sumarsins og Street

Á laugardaginn fórum við á "barnastarf" Íslendingafélagsins, sem fólst í því að hittast á skemmtilegum róló niðrí bæ og leika saman og fara í pikknikk. Í þetta sinn var það á leiksvæðinu Draken syðst á Södermalm. Síðan röltum við yfir á götumarkaðinn Street sem er við suðurströndina á Söder, mjög skemmtilegur og hippó markaður þar sem t.d. ungir hönnuðir geta kynnt sína vöru.
















Rúna Lóa og Skarphéðinn kanna hvort eitthvað áhugavert sé að sjá á Street.



















Og jú, þarna var "Babydiskó" og sápukúluspúandi flóðhestur, mjög spennó.




















Og vörubílar og lestir líka, vá....!


















Síðan röltum við áfram eftir ströndinni og fengum okkur fyrsta dopp (dýfu) sumarsins, reyndar bara fótadopp...
:-)

Thursday, June 07, 2007

Leikskóla(vinnu)hátíð

Það var leikskólahátíð hjá Skarphéðni, í Svampskogens förskola (Sveppaskógsleikskólanum), þar sem litlu sveppirnir og foreldrar þeirra mættu og "tóku til hendinni" á leikskólalóðinni, og fengu að launum grillaðar pylsur og jarðaberjatertu. Litlir og stórir hjálpuðust að við að byggja lekstugu (lítinn kofa), indíanatjald, útigrill, (plat)bensínstöð og fleira. Mjög gaman.








Wednesday, June 06, 2007

Sumar!!!





Já sumarið er sko komið hér hjá okkur í Sverige, sól og 30 stiga hiti búinn að vera undanfarna daga....
Sams konar myndir og síðasta sumar - og þarsíðasta sumar, strákurinn bara orðinn aðeins stærri (og sætari - ef það er hægt, og óþekkari, já það er hægt)

Sunday, June 03, 2007

Furuvik
















Við Freyr og Skarphéðinn fórum í Furuvík um helgina. Það er svona dýra-, skemmti-, og sundlaugagarður fyrir utan Gävle, sem er í tveggja tíma fjarlægð frá Stokkhólmi. Við vorum 8 fjölskyldur sem fórum saman (mömmuhópurinn, sem við höfum þekkt síðan Skarpi fæddist), og gistum í 8 litlum stugum í skógi við lítið vatn (ferlega krúttlegt!). Við skemmtum okkur saman í garðinum bæði laugardag og sunnudag, grilluðum saman á laugardagskvöldið og gistum svo í þessum krúttlegu stugum. Þetta var náttúrulega mikið ævintýri fyrir krakkana, og þau höfðu ótrúlega gaman af þessu. Skarphéðinn var svo glaður og kátur, hlaupandi útum allt, hoppandi uppá steinum og trjábolum, syngjandi og sullandi í lækjum, æðislegt.......!!!

Í dýragarðinum voru apar og kengúrur og kameldýr og alls konar, og í skemmtigarðinum voru alls konar leiktæki.
, og m.a.s. sirkus og trúðar og fjöllistafólk útum allt. Rosalega gaman!!

Svo þegar við komum heim, spurði ég Skarphéðinn: Hvað fannst þér skemmtilegast í Furuvík ? Þá svaraði hann: Brúin. S.s. lítil brú yfir lítinn læk við stugurnar, ha ha ha.....