Tuesday, March 25, 2008

Daman

Glöggir hafa komið að máli við mömmuna og bent á að hún sé komin með kúluvömb. Það skal hér með tekið fram að hvorki er um að ræða bjórkúluvömb eða jólaátsvömb. Heldur er litla systir Skarphéðins að vaxa þarna inní. Skv. "áreiðanlegum" upplýsingum úr 18 vikna sónar er það s.s. systir og ekki bróðir, og hún gengur nú undir vinnuheitinu "Daman".
Daman er væntanleg í byrjun júlí. Já - einsog Skarphéðinn (nei mamman er samt ekki með fengitíma 1x á ári).

Skarphéðni fannst það fyrst í stað þvílík fjarstæða að það væri barn inní maganum á mömmu að hann rak alltaf upp roknahlátur þegar málið bar á góma og sagði; Neeheeiiiii, Ekki barn - bara matur!

En nú er hann hættur að afneita þessu - líklegast sér hann núorðið sjálfur að ólíklegt sé að svo mikið hafi mamma troðið í sig af kjötbollum - og meðlæti. Þá brást hann strax við og bauð litlu systur að sofa í sínu rúmi, og er búinn að tína til ýmislegt dót sem hann ætlar að gefa henni, einsog t.d. gamlan spilastokk sem vantar ca. 1/3 í, og ýmislegt fleira. Og er bara almennt glaður með ástandið. Búin að ákveða hvað hún á að heita og svona; Agnes, einsog litla systir Tilde á leikskólanum (flestir hinir vinir hans eiga litla bræður, og hann sér náttúrulega að þó það séu litlu-systkinanöfn eru það strákanöfn og ganga því ekki).

Mest spenntur er hann samt yfir því að fá loksins vonandi svona "systkinapall" aftan á barnavagninn sem stóra systkinið stendur á. Flestir vinir hans aka nefnilega um á svoleiðis, til og frá leikskólanum. Mamman keyrir litla systkinið í vagninum, og þeir standa sjálfir á pallinum flotta.

:-)

Sunday, March 23, 2008

Flestallt hefur fyrst verið lítð


Siggi bró og Jóna komu með páskaegg handa Skarphéðni og Hrefnu þegar þau voru hér á ferð í byrjun feb.

Hér má sjá Skarphéðinn dást að páskaegginu sínu á meðan hann borðar fyrst stilltur hafragrautinn...

Málshátturinn hans var þessi: Flestallt hefur fyrst verið lítið.
Sem er jú alveg hárrétt.

Saturday, March 22, 2008

Komin af fjöllum

Þá erum við komin heim úr skíðaferðinni. Sem var meiriháttar skemmtileg og frábær og æðisleg.... Fengum frábært veður, og það var yndislegt að vera nokkra daga svona í fjöllunum. Umhverfið var einsog klippt útúr póstkorti; fjöll og skógur og snjór í hæfilegum skömmtum. Við bjuggum í mjög krúttlegri stugu - með arin - mjöööög kósí.

Skíðasvæðið heitir s.s. Orsa Grönklitt, og er t.d. nálægt Mora, í Dalarna. Tekur um 5 tíma að keyra þangað frá Stokkhólmi. Við fórum ásamt Sóley, Guðjón og börnum sem bjuggu í næstu stugu, þannig að það var stanslaust stuð - á kvöldin líka :-).


Skarphéðinn var bókaður í skíðaskóla í 3 daga - og útskrifaðist svo sem skíðasnillingur með viðurkenningarskjali; Diplom :-). Hann hefur aldrei stigið á skíði áður, en þetta gekk ótrúlega vel hjá honum, gat að lokum farið í barnadiskalyftuna með hjálp (sem reyndar mjakaðist uppá við bara á gönguhraða), og gat komið sér sjálfur úr henni - sem var yfirleitt svona þegar einbeitingin fór að dala...... þá fóru skíðin út og suður og náttúruleg afleiðing af því var að "fara úr" lyftunni.

Svo renndi hann sér bara niður, stundum í plóg - stundum (óvart) í bruni, svo lét hann sig bara detta til að stoppa :-)

Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.









Sunday, March 16, 2008

Farin til fjalla.....

.... að renna á skíðum og hafa gaman, í Orsa Grönklitt í Dalarna.

Saturday, March 15, 2008

Augasteinn mömmu og pappa

Skarphéðinn er duglegur að föndra á leikskólanum. Um daginn kom hann heim með þennan gullmálaða stein með miðanum: "Jag är mammas och pappas ögönsten".
Ooooooo..... dædur :-).

Svo voru þau eitthvað að ræða um kärlek (ást og væntumþykju) á leikskólanum, og allir áttu að klippa út hjarta og segja hvað þeim fyndist kärlek vera. Á Skarpa mynd stendur svarið við spurningunni Vad är kärlek? "Som man tycker om någon". Sem þýðir: einsog þegar manni þykir vænt um einhvern.

:-).




Tuesday, March 11, 2008

Aldur og söngur


Hér má sjá hversu gamall Skarphéðinn er í þessum töluðu orðum (3 puttar) - og hversu gamall hann verður í sumar :-).

Og hér má sjá hann bresta út í söng.
Skarphéðni finnst hann sjálfur ótrúlega hallærislegur þegar hann horfir á þetta vídeó, verður rauður í framan og felur hausinn undir borði....!!!

En mömmu og pabba finnst hann auðvitað flottastur.

Wednesday, March 05, 2008

Svo það fari nú ekki framhjá neinum....


Það var viðtal við mömmuna í blaði hér í febrúar sem heitir Glow og er dreift í Norður Stokkhólmi (þar sem við búum). Í sambandi við hobbíið (eitt af þeim)... eða eyrnalokka sem ég geri og sel í Designtorget. Hér má sjá fyrstu blaðsíðuna af viðtalinu.

Þessu var dreift í öll hús hér og það er einsog Allir hafi séð þetta...! Ég finn mig nú knúna til að setja á mig maskara áður en ég fer með Skarphéðinn á leikskólann eða útí búð... því þar er nú Designerinn á ferð - og ekki bara lopalíffræðingurinn.

Úff.
En það var búið að vara mig við - það er víst ekki bara ljúfa lífið sem fylgir frægðinni og verunni á toppnum.
Nú veit ég hvernig Paris Hilton líður.