Komin af fjöllum
Þá erum við komin heim úr skíðaferðinni. Sem var meiriháttar skemmtileg og frábær og æðisleg.... Fengum frábært veður, og það var yndislegt að vera nokkra daga svona í fjöllunum. Umhverfið var einsog klippt útúr póstkorti; fjöll og skógur og snjór í hæfilegum skömmtum. Við bjuggum í mjög krúttlegri stugu - með arin - mjöööög kósí.
Skíðasvæðið heitir s.s. Orsa Grönklitt, og er t.d. nálægt Mora, í Dalarna. Tekur um 5 tíma að keyra þangað frá Stokkhólmi. Við fórum ásamt Sóley, Guðjón og börnum sem bjuggu í næstu stugu, þannig að það var stanslaust stuð - á kvöldin líka :-).
Skarphéðinn var bókaður í skíðaskóla í 3 daga - og útskrifaðist svo sem skíðasnillingur með viðurkenningarskjali; Diplom :-). Hann hefur aldrei stigið á skíði áður, en þetta gekk ótrúlega vel hjá honum, gat að lokum farið í barnadiskalyftuna með hjálp (sem reyndar mjakaðist uppá við bara á gönguhraða), og gat komið sér sjálfur úr henni - sem var yfirleitt svona þegar einbeitingin fór að dala...... þá fóru skíðin út og suður og náttúruleg afleiðing af því var að "fara úr" lyftunni.
Svo renndi hann sér bara niður, stundum í plóg - stundum (óvart) í bruni, svo lét hann sig bara detta til að stoppa :-)
Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.
2 Comments:
Skarpó skíðatöffari :) Lítur þvílíkt vel út!
get ekki skoðað fleiri myndir úr ferðinni...?
E
p.s. þetta var líka ég hér að ofan!
Post a Comment
<< Home