Wednesday, March 05, 2008

Svo það fari nú ekki framhjá neinum....


Það var viðtal við mömmuna í blaði hér í febrúar sem heitir Glow og er dreift í Norður Stokkhólmi (þar sem við búum). Í sambandi við hobbíið (eitt af þeim)... eða eyrnalokka sem ég geri og sel í Designtorget. Hér má sjá fyrstu blaðsíðuna af viðtalinu.

Þessu var dreift í öll hús hér og það er einsog Allir hafi séð þetta...! Ég finn mig nú knúna til að setja á mig maskara áður en ég fer með Skarphéðinn á leikskólann eða útí búð... því þar er nú Designerinn á ferð - og ekki bara lopalíffræðingurinn.

Úff.
En það var búið að vara mig við - það er víst ekki bara ljúfa lífið sem fylgir frægðinni og verunni á toppnum.
Nú veit ég hvernig Paris Hilton líður.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Alveg hreint ótrúlega listamannsleg á þessari mynd - ég verð að segja það :)

Hjödda

4:38 pm  

Post a Comment

<< Home