Sunday, February 03, 2008

Loksins kom snjórinn....

Já loksins kom snjórinn hér í Svíþjóð, og við fórum út á sleða í dag í fyrsta skipti í vetur. Það er mjög óvenjulegt, yfirleitt er frost og allt á kafi í snjó hér í Janúar.

Skarphéðni fannst hrikalega gaman að renna sér útí brekku, og ekki spillti fyrir að hann hitti 3 leikskólafélaga sína þar, eða einsog hann sagði sjálfur: "Ég hitti alla vini mína".

Síðan fórum við í sund í Gym och sim í Vallentuna, og eftir það var Skarphéðinn alveg búinn á því.... sofnaði næstum í bílnum á leiðinni heim (5 mín leið)!




1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þið ættuð að sjá skaflana hér í Skerjafirðinum! Þetta er bara alveg eins og í gamla daga :)

Hjödda

10:37 pm  

Post a Comment

<< Home