Saturday, January 26, 2008

Skarphéðinn hjálpar mömmu að hekla.... :-)

Já, mamman verður fyrir ýmsum áhrifum af surfi sínu á netinu, hér hefur hún smitast af Ripple æðinu - aðallega af þessu bloggi, með grilljón svona ripple teppum. Uppskriftin er einföld, ca. einsog þessi hjá Susan B "vinkonu" minni. Skarphéðinn er alveg búinn að ná þessu, og grípur í heklið af og til einsog sjá má.

Og hjá mér er það íslenska ullin sem blívur - ekki í sauðalitunum - greinilega, heldur.....í einhverri rosalega psychadelic blöndu. Nú eða í peace, love and happiness litrófinu.
Meee.

PS. Þeir sem hafa skoðanir á styttingu á toppi Skarphéðins, mega:

a) ganga í afturhaldsklúbb með Frey pabba hans þar sem fyrsta regla er um lögbundna sídd topps, sem skal vera +/- 4 millimetrar á ákveðnu svæði á enni við augabrún (OG EKKI 7 millimetra f. ofan augabrún).

b) samgleðjast Skarphéðni yfir því að hafa ekki lengur lubbann í augunum, og að einhver nákominn honum hafi hugrekki til að munda skærin.


2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég fer móst defenetlí í b-klúbbinn :)

Hjödda

11:47 am  
Anonymous Anonymous said...

þetta er sjúúúkt teppi!
E

12:17 am  

Post a Comment

<< Home