Sunday, January 20, 2008

Sjóminjasafnið

Við gerðumst svo menningarleg að fara á safn í dag. Á Sjóminjasafnið (Sjöhistoriska museet). Af því við vorum búin að heyra að það væri sniðugt fyrir börn. Og þar voru sko skip af öllum stærðum og gerðum og aldri og öllu mögulegu.... Alls konar fornminjar, og módel o.fl.

Svo var líka spes sýning um ævintýri Tinna til sjós. Það fannst nú Skarphéðni ekki leiðinlegt. Enn skemmtilegra var þó leiksvæðið, þar sem var búið að endurskapa umhverfið úr "Vi på Saltkråkan", eða sjónvarpsþáttunum sem voru gerðir eftir þeirri sögu Astrid Lindgren. Þar mátti príla í bátunum og vitanum og fara í búðarleik í búðunum..... :-)

Safnið er semsagt mjög skemmtilegt bæði fyrir fullorðna og börn - mælum með því !!!






























































0 Comments:

Post a Comment

<< Home