Lúsíuhátíðin
... er stærsta hátíðin í leikskólanum (13.des). Krakkarnir eru búin að vera að æfa jólalög síðan í haust, og þetta er voooða spennandi. Allar stelpurnar vilja vera lúsíur (með kerti á höfði og rauðan mittisborða) og flestir strákarnir eru jólasveinar eða piparkökukallar.
Á Svampskogens förskola hjá Skarphéðni byrjar showið klukkan nákvæmlega 15.00. Þá stendur skarinn af foreldrum á bakvið reipi (sem er sett til að æstur múgurinn/foreldrarnir) ryðjist ekki inná "sviðið". Allir með myndavélar og vídeóvélar á lofti. Svo kemur krakkahersingin gangandi út (í búningunum utanyfir úlpurnar!), syngjandi Santa lúsía, hver með sínu nefi, stillir sér svo upp og syngur nokkur jólalög í viðbót - undir vídeóupptökum og myndavélaflössum foreldra og ömmu og afa.
Svo fá allir saft og piparkökur og lussebullar.
Skarphéðinn var jólasveinn í ár - einsog í fyrra. Mest ánægður með batterískertið sem var keypt fyrir tilefnið :-).
1 Comments:
oooo virka ekki myndirnar...?
Erla
Post a Comment
<< Home