Astrid Lindgren maskerad
Þann 14. nóvember hefði Astrid Lindgren orðið 100 ára ef hún hefði lifað. Af því tilefni hafa verið "Astrid Lindgren vikur" hér og þar. M.a. á leikskólanum hans Skarphéðins, þar sem sögurnar hennar hafa verið lesnar, börnin hafa föndrað (teiknað, klippt og málað) húsið hennar Pippi, sjóræningjaskipið sem hún fór á, o.fl. Og á morgun er maskerad, eða grímuball á leikskólanum. Þá eiga krakkarnir að koma með búninga sem tengjast sögunum hennar. Og Skarphéðinn ætlar sko að vera sjóræningi. Eins og Petra, uppáhalds fóstran hans. Hann á sjóræningjanáttföt, og varð ekki lítið glaður þegar pabbi hans kom heim með sjóræningjakitt; sverð, krók, hníf, og augnlepp. Vildi helst sofa með þetta allt saman, og sagði; Ég vil ekki að það sé helgi, ég vil fara með þetta í leikskólann.
:-)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home