Wednesday, November 21, 2007

Astrid Lindgren maskerad

Þann 14. nóvember hefði Astrid Lindgren orðið 100 ára ef hún hefði lifað. Af því tilefni hafa verið "Astrid Lindgren vikur" hér og þar. M.a. á leikskólanum hans Skarphéðins, þar sem sögurnar hennar hafa verið lesnar, börnin hafa föndrað (teiknað, klippt og málað) húsið hennar Pippi, sjóræningjaskipið sem hún fór á, o.fl. Og á morgun er maskerad, eða grímuball á leikskólanum. Þá eiga krakkarnir að koma með búninga sem tengjast sögunum hennar. Og Skarphéðinn ætlar sko að vera sjóræningi. Eins og Petra, uppáhalds fóstran hans. Hann á sjóræningjanáttföt, og varð ekki lítið glaður þegar pabbi hans kom heim með sjóræningjakitt; sverð, krók, hníf, og augnlepp. Vildi helst sofa með þetta allt saman, og sagði; Ég vil ekki að það sé helgi, ég vil fara með þetta í leikskólann.
:-)





0 Comments:

Post a Comment

<< Home