Er ekki kominn tími á að stjarna þessa bloggs fái að lýsa hér....!?
Ég held nú það. Hér koma myndir frá kubba-aktíviteti helgarinnar.
Fleiri helgar-aktívitet voru: Fjölmenn pönnukökuveisla hjá Hilmi Viktor og foreldrum hans í Kista, Mjög gaman. Nema hvað Skarphéðinn var Þvílíkt úrillur fyrsta klukkutímann, líklegast eftir að hafa sofnað í 10 mín í bílnum...! Sama gerðist um daginn í barnaafmæli, þá var mamman alvarlega að íhuga að yfirgefa svæðið því, nærvera okkar var ekki neinum til gleði - og allra síst mömmunni. Þá veit maður það; ekki stutta blundi seinni partinn, það verður bara að geðvonsku-blundi....
Allavega, svo fórum við líka á barnaleikrit. Fengum að fylgjast með einum degi í lífi músanna í músaslökkviliðinu :-). Skarphéðinn var ansi hissa á því öllu, en fannst samt gaman. Sat kjur í ca. 40 af þeim 50 mínútum sem sýningin stóð.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home