Thursday, October 18, 2007

Sólblómin já.

Hin seinþroska og risavöxnu sólblóm í garðinum hjá okkur hafa nú sungið sitt síðasta. Freyr gekk nefnilega út í (öl)æði fyrir stuttu og hjó þau niður með sveðju, fannst nóg komið af þessu "djóki". Enda hafði komið næturfrost, og þau voru farin að lýjast, og farin að sveiflast í 3m radíusa í smá golu = orðin hættuleg sjálfu sér og umhverfi sínu. Freyr ákvað því að veita þeim náðarhöggið. Hræin liggja enn útí garði, ætli við þurfum ekki að hringja á bíl til að láta fjarlægja þau...

Hausinn á sumum var orðinn á stærð við klósettsetu - einsog vinnufélagi minn komst svo skemmtilega að orði.... Og stöngullinn einsog á fullvaxinni birkihríslu í rokrassgati á Íslandi - einsog sést á myndinni þar sem ég held utanum einn stöngulinn.






1 Comments:

Blogger Prjónaperlur said...

Mér finnst þau samt svakalega flott! Koma þau ekki aftur næsta sumar??
E

5:02 pm  

Post a Comment

<< Home