Tuesday, October 16, 2007

Frúin orðin (viðurkenndur) Hönnuður.

Hér er svona eitthvað til að létta ykkur lundina á meðan þið bíðið spennt eftir nýjum myndum af Skarphéðni og okkur hinum; YMCA á finnsku. Það hlýtur að lyftast amk. annað munnvikið ykkur við þetta.... :-)

Annars bara allt gott að frétta hérna megin.
Mamman á heimilinu er núna orðin virtur Hönnuður hjá Designtorginu hér í borg - sko ásamt því að vera starfandi vísindakona í mengunarrannsóknum á sjávarlífverum, í háskólanum. Sendi inn eyrnalokka úr (silfri, hrauni, kristall, ull og fleiru), sem þeir hafa áhuga á að selja, svo þeir eru í prufusölu næstu 4 vikurnar í 3 af búðunum þeirra.
:-).

3 Comments:

Blogger Prjónaperlur said...

Þú ert sannur hönnuður (en samt ekki orðin FRÚ ennþá!)
E

7:15 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þegar einhver spyr mig hvað frænka mín í Stokkhólmi starfi við segi ég að hún sé doktor í líffræði en HEFÐI ÁTT AÐ VERÐA LISTAMAÐUR. Stend við það.

12:27 am  
Blogger Halldóra said...

Svar 1: Ég er allavega komin á Frúaraldur.... :-)

Svar 2: Ég er bara listrænn líffræðingur þá.

Halldóra.

1:13 pm  

Post a Comment

<< Home