Saturday, October 27, 2007

Erla-Perla

Hún Erla frænka mín er starfsnemi núna í 6 mánuði hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Níkaragúa. Og bloggar um það sem á daga hennar drífur og það fólk sem á vegi hennar verður. Það er mjög fróðlegt, og lærdómsríkt. Og oft sorglegt. Og maður lærir að meta það sem maður hefur, hérna megin á jarðarkringlunni.

Erla setti af stað peningasöfnun þar sem þeir sem lesa bloggið hennar og hafa fengið að "kynnast" fólkinu sem hún hittir og bloggar um geta gefið smá pening (1000Iskr á mann eða meira) sem Erla notar í sérstök verkefni handa þeim sem vantar eitthvað. Kíkiði á bloggið hennar í dag (27.okt) og lesiði um Edine. Það snerti mig.... Hér er Erlublogg.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home