Wednesday, November 21, 2007

Jólahvað














Leila vinkona mín.


Það fer greinilega að líða að jólum. Allavega að desember. Amk. komin 1 jólaauglýsing frá Coke í sjónvarpið, og bæklingaflóðið í póstkassann eykst. Skarphéðinn geymir leikfangabúðabæklingana, situr svo og flettir þeim: "mig langar í svona og svona og svona, svona svona og svona....."

Og það var þvílíki jólamatreiðsluþátturinn í sjónvarpinu kvöld; Leilas jul (fyrsti af fimm). Vá, bara nóg að horfa á þennan þátt og þá þarf ekki að skreyta heima, það vantaði sko ekki neitt þarna; hyacintur, Amaryllis, jólarós, aðventuljós, skreytt jólatré.... og ég er enn með ofbirtu í augunum af öllum kertunum. Ég er reyndar orðin svo sænsk að ég gæti hugsað mér að prófa þessa uppskrift; saffranskorpor. En ég held ég fari seint útí það að baka mitt eigið hrökkbrauð.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home