Monday, October 29, 2007

Ný gleraugu

Mamman er búin að fá ný gleraugu. Já, það er sko í frásögur færandi, því gömlu eru búin að vera í notkun sl. 8 ár. Þessi voru keypt á netinu ! Hjá www.favoptic.se, og kostuðu heilar 550SEK (eitthvað um 5500ISK) - með "anti-reflex" viðbót. Þar velur maður umgjörðir af myndum og fær send 4 í einu heim sem maður fær að prófa í ró og næði - en ekki í búð með Skarphéðinn fiktandi í 10.000kr umgjörðum, og hlaupandi út úr búðinni eða liggjandi í gólfinu, eða dreifandi rúsínum um svæðið - eða einsog einu sinni: pissaði óvart á sig í gleraugnabúðinni í Vallentuna centrum !! svo dágóður lækur fór að seitla eftir gólfinu - ég hef ekki komið þangað inn síðan....
Allavega, maður prófar bara eins margar umgjörðir og maður vill (en bara 4 í einu) og sendir svo til baka - enginn sendingarkostnaður á neinu. Svo þegar maður er búinn að velja umgjörð sendir maður inn gleraugnarecept - og gleraugun birtast í póstkassanum um viku síðar.
Brilljant!

Þessi gleraugu eru ansi ólík hinum, miklu ferkantaðri og dekkri - mamman er bara einsog ný kona. Og gæti nú verið ruglað saman við Endurskoðanda, eða Hönnuð (best að muna að vera með nýju gleraugun þegar ég fer með Hönnunina í Designtorgið næst.... :-) ).

En, í kaupbæti með nýju gleraugunum fékk ég: ryk og drullu heima hjá mér - og hrukkur og fínar línur í andlitið....! I kid you not. Þar sem ég áður hef vaðið um hamingjusamlega í villu og svíma er bara ryk og drulla núna, og hvaða kellíng er þetta í speglinum....!
Uss.





4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá hvað konan er flott :)

Hjödda

4:01 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vá flott gleraugu , já ef að þetta væri nú hægt hér á klakanum :-)

5:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

Það er hægt.... með því að skrá sig á mitt heimilisfang, svo áframsendi ég bara á klakann :-).
Halldóra.

8:39 pm  
Anonymous Anonymous said...

Fara þér mjög vel :)

3:47 pm  

Post a Comment

<< Home