Friday, November 09, 2007

Nyheter

Jahá.
Mamman fór með strætó í vinnuna í dag og las eitt af þeim þremur ókeypis dagblöðum sem dreift er í bænum. Það sem vakti athygli var:
  • Að sú kona sem er nýr formaður jafnréttisráðs hér (Jämo) fær 155.000SEK minna í laun á ári en sá maður sem hún tekur við af. Þetta hljómar einsog lélegur brandari....
  • Að 78 ára gömul kona í S Svíþjóð var headhunted ! þ.e. ráðningafyrirtæki elti hana á röndum þar til hún fékkst til að byrja aftur að vinna eftir 17 ára eftirlaunahlé.... :-) Hún er að kenna innflytjendum sænsku 5 daga í viku 9-12, aðallega ungum mönnum. Hún segir þetta mjög skemmtilegt, finnist hún vera 20 árum yngri, og full af orku þegar hún kemur heim kl. 12 !!! Frábært :-).
  • Og að húsnæðisverð sé á niðurleið í Stokkhólmi, 3% minnkun frá því í ágúst sl. Tími til kominn.
  • Ljósmyndasýning af bandarískum hermönnum eftir dvöl í Írak. Einn hélt á gervihandleggnum sínum, einn hafði misst augun, og var með 1 gerviauga með ígreyptum demöntum úr giftingahring eiginkonu sinnar sem skildi við hann þegar hann kom heim....

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ég er svo aldeilis...!

skemmtileg færsla :)
E

6:05 pm  
Blogger Lóan said...

Nýja JämO verður þá kannski feministi þegar hún opnar launaumslagið sitt! Það var viðtal við hana í blaði um daginn þar sem hún sagði ýmislegt sem mér fannst frekar svona ófeministískt. Vaknaðu kona!

9:56 am  
Anonymous Anonymous said...

Þegar rætt er um Írak segi ég nú bara "don´t get me startet". Önnur eins vitleysa er vandfundin og Bush er efstur á listanum hjá mér yfir þá sem verða flengdir á almannafæri þegar ég kemst til valda í heiminum :)

Hjödda

6:14 pm  

Post a Comment

<< Home