Friday, November 23, 2007

Hrefna á Nóbelinn

Nóbelsverðlaunaafhendingin fer fram árlega þann 10. des hér í Stadshuset í Stokkhólmi. Það er mikið tilstand, og hálfur bærinn lokaður fyrir umferð og ég veit ekki hvað. Margir horfa Alltaf á beina útsendingu frá þessu - sérstaklega eldra fólkið. En það er víst 5. hver kona - og 10. hver maður sem horfa á þetta í sjónvarpinu - og telst mikið.

Og loksins loksins er nú búið að bjóða okkur hérna aðal á þessa aðal veislu veislanna hér!
Mikið var segi ég nú bara.

Nú getur maður loksins fengið að smakka veitingarnar sjálfur, í staðinn fyrir að bara lesa um margrétta matseðilinn á síðum blaðanna í marga daga löngu fyrirfram, upplifað hin frábæru skemmtiatriði beint í æð, chattað við prinsessurnar - en við eigum nú margt sameiginlegt, við Madeileine erum t.d. báðar með tiltölulega svipaðan háralit, og svo hef ég heyrt að Victoria sé líka soldið svag fyrir súkkulaði. Svo er jú dans á eftir, og það væri nú gaman að tjútta með vinum mínum, kóngafólkinu. Svo gæti ég jafnvel pikkað upp eitthvað gáfulegt af sjálfum nóbelsverðlaunahöfunum - sem reyndar eru algjört aukatriði í þessu sjówi, enda flestir háaldraðir og uppþornaðir.

Ég hef reyndar ekki fengið boðsmiðana enn, og veit því ekkert hvar ég á að sitja. En þeir hljóta að fara að koma í pósti fljótlega. Nú eða svo verða þeir keyrðir hingað heim.
Hlýtur bara að vera.

En það er nefnilega þannig að kennarinn hennar Hrefnu bauð henni og Emmu vinkonu hennar að vera aðstoðarmenn við beina útsendingu hjá TV4 frá þessu tilstandi - sem mér finnst frábært! og Meiriháttar æðislega gaman (mig vantar að fara að læra einhver ný lýsingarorð) og rosalega skemmtilegt fyrir Hrefnu.

En hlýtur ekki mömmunni að vera boðið líka?
Mér finnst annað Mjög ólíklegt. Sem svona aðstoðar-aðstoðar - til-öryggis og til-halds-og-trausts. Það hlýtur bara að vera. Ég ætla amk. að fara að svipast um eftir síðum kjól og svona borða einsog prinsessurnar eru alltaf með á þessu.


En hér fyrir má sjá mynd af Hrefnu frá generalprufunni.




3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, hún tekur sig vel út á meðal kóngafólksins, en mamma hefur ekki verið búin að dressa hana upp fyrir generalprufuna, hm......

Hjödda

10:10 am  
Anonymous Anonymous said...

Haha :D tu ert nú ordin mjög dugleg med photoshopid :D
Big Love
Hrefna

3:16 pm  
Blogger Lóan said...

heyrðu, það var einmitt grein í DN um kjólana núna um helgina. Þú færð þér nottlega sérsaumaðan kjól frá Lars Wallin, er það ekki?
Eða, kannski enn betra að mæta í íslenskum design frá Steinunni t.d....

7:36 pm  

Post a Comment

<< Home