Thursday, November 22, 2007

Lúxus







Mamman er að fara í spa á laugardaginn með 6 öðrum mömmum úr mömmuhópnum, mmm........ (hvað eru mörg m í því?)

Ohh, það verður æðislegt. Svona "spa-pakki" á Grand hótel í Saltsjöbaden, út við skerjagarðinn rétt utan við Stokkhólm - með þrírétta kvöldverð innifalinn. Sumar af píunum ætla svo að gista á hótelinu með morgunmat og allann pakkann, þvílíka lúxuslífið á þessu liði. Flestar af þeim eiga nú 2 lítil börn (sænska systemið; 1.5 ár á milli barnanna!) og það besta sem þeim datt í hug í sb. við að gera vel við sig var að fara einhvert þar sem þær gætu sofið heilan nætursvefn.... Við vorum að grínast með að við ættum kannski bara að leigja einhvern kofa þar sem við gætum hist og sofið saman reglulega, ha ha ha....
zzzzz.

Mikið gasalega held ég að ég verði afslöppuð og harmonísk eftir svona treatment.
:-)

3 Comments:

Blogger Prjónaperlur said...

VÁ hvað mér líst vel á þetta!
E

1:46 am  
Blogger Lóan said...

Ég vil vera með í þessu kofadæmi. Ég var ein með börnin í nótt. Ti vaknaði kl. 3.30. Þegar hún var sofnuð um hálffimmleitið vaknaði Th og var í einhverjum kofaleik undir sænginni minni. Ég vil bara fá minn eigin kofa og sofa mína átta tíma, TAKK!

9:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vildi svo sannarlega að ég væri að fara með líka, ég ELSKA allt sem byrjar á SPA....

Hjödda

10:11 am  

Post a Comment

<< Home