Tuesday, December 11, 2007

Skór fyrir jóla - nú eða Skarphéðinn

Við fórum á jólaglögg og barnastarf Íslendingafélagsins á sunnudaginn var. Þar föndraði Skarphéðinn skó til að setja útí glugga fyrir jólasveininn. Við gerðum tvenna skó - og Skarphéðinn er mjög ánægður með þá. Sérstaklega hvað þeir passa vel. En þetta með að setja þá útí glugga..... er ekki alveg komið á hreint hjá honum.....
En þeir passa allavega fínt :-)




5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ooo sætt!
þarf að föndra svona með Verunni... nei nei það er ekkert of seint!
E

4:49 pm  
Blogger Begga said...

*Fliss*
Ævintýranlega góð notkun á sveinkaskónum !

9:56 am  
Anonymous Anonymous said...

Stubburinn minn setti skóinn út í glugga eftir mikla umræður um málefnið á leikskólanum en kíkir aldrei í hann :) Hann er ekki alveg að fatta þetta.....

Hjödda

6:59 pm  
Blogger Jó hó hó, jólin fara að koma said...

Jólasveinarnir biðja að heilsa flottir skór

11:36 am  
Blogger Lóan said...

Yndislegt! Thor er líka rooosalega ánægður með skóinn sem "HANN BJÓ TIL" alveg eins og hann er æðislega ánægður með piparkökuhúsið sem "HANN BJÓ TIL".

Nú ætla ég líka að reyna að hugsa svona. Ég er voða ánægð með piparkökurnar sem "ÉG BAKAÐI" (Annas Pepparkakor) og svo er ég ægilega stolt af jólakjólnum sem ég prjónaði á Tinnu (amma prjónaði).

10:46 pm  

Post a Comment

<< Home