Menningarlega fjölskyldan.
Við fórum á Etnografiska safnið í dag. Það er eins konar mannfræðisafn sem sýnir mismunandi menningarheima og lífsskilyrði á þessari plánetu okkar. Mjög gaman að sjá fannst okkur - nema Skarphéðni. Sem vildi frekar hlaupa um gangana og sitja á kaffihúsinu og háma í sig kökur...
Kaffihúsið þar - eða "Etnobarinn" Babajan var reyndar mjög skemmtilegt, með 17 mismunandi tesortum, og bjór frá svipað mörgum löndum.... og hitt og þetta frá hinum ýmsu heimshornum, en boy o boy, aldrei hef ég lent í jafn slow þjónustu.....!!!
Skarphéðinn heimtaði að fara með hjálminn... í bílnum sko...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home