Vorið er víst á leiðinni.
Veturinn hérna er búinn að vera hálfgert svindl. Við erum einu sinni búin að fara á sleða í allan vetur !!! Enginn snjór og enginn kuldi. Stefnir í heitasta febrúarmánuð hér í 250 ár (!)
En Skarphéðinn og við hin kvörtum ekkert (mikið) yfir því. Við erum sátt við milt og gott veður, og erum á leið í skíðaferð til Grönklitt með Sóley og fjölskyldu í mars, það bætir upp snjóleysið hér heima.
Það er búið að skrá Skarphéðinn á skíðanámskeið þar og allt.... sjáum til hversu mikil hetja hann reynist :-).
Annars erum við bara tilbúin fyrir vorkomuna hérna í borginni. Það er orðið svo bjart og sólin farin að skína meir og meir. Það er komið svo mikið vor í mömmuna að hún er farin að hanga á síðum einsog Odla.nu..... (!) Búin að læra allt um hvort og hvernig og hvenær á að klippa Rhododendron, og fleira.....
Ekki nóg með það; Hún er hún búin að gerast áskrifandi að blóma og garðablaðinu Rosie . (Note to self: muna að segja áskriftinni upp þegar ég er búin að fá 2 blöð og pashminusjalið).
Og.... svo er hún búin að kaupa pelargóníugræðlinga (á tíkall stykkið) sem bíða eftir að fá að komast í flotta potta (eða reyndar helst svona brúna keramikpotta, það lítur svo pro út). Á myndinni sjást fínu græðlingarnir, og aðgerðarlausu sleðarnir úti í baksýn.
Fylgist með æsispennandi framhaldssögu hér á blogginu; Munu græðlingarnir lifa til að komast útí garð í sumar....?
2 Comments:
og ég man ekki eftir svona snjómiklum og óveðursmiklum vetri á Íslandi síðan ég var lítil (eða næstum því 250 ár!!)
ah, þetta var ég - Erla
Post a Comment
<< Home