Saturday, October 21, 2006

Freyr á afmæli í dag!





















Afmælisbrunchinn...
Svo um kvöldið pössuðu Hrefna og Per, og gamla settið (HS & FB) fóru útað borða og í bíó. Á The Da Vinci code (já, það er ennþá verið að sýna hana!).

Friday, October 20, 2006

Skarpi er stundum soldill púki....















Engillinn: "Ég geri aldrei neitt af mér".....
















Hér fær pabbi einn á ann...

Tuesday, October 17, 2006

Lífið er skrítið....

Já, lífið er skrítið. Við erum búin að hugsa mikið um Filip og þetta vespuslys, og lífið og dauðann og allt þar á milli. Hver stund sem ég (Halldóra) er ekki upptekin við eitthvað kemur Fille eins og hann var kallaður, ósjálfrátt upp í hugann, og hvað foreldrar hans og fjölskylda eru að ganga í gegnum núna, o.s.frv.

Vallentuna kirkjan var opin sólarhringana á eftir og það var hægt að koma þangað og kveikja á kerti við mynd af Filip, og svo var minningarguðþjónusta fyrir unglingana á laugardagskvöldið. Við Hrefna fórum bæði í kirkjuna og með blóm og kerti á slysstaðinn kvöldið eftir. Hann lýsti langar leiðir í myrkrinu, því það voru svo margir búnir að koma með kerti (örugglega yfir 100 kerti!) og svo var búið að leggja heilt fjall af blómum þar. Og svo voru krakkar og fólk sem bara stóðu þar eða sátu og þögðu.

Eftir helgina var strax komið lag útá netið sem vinur hans hafði samið og rappað; "Ripfille", eða Rest in peace Fille. Ég kann bara ekki að setja það hér inná bloggið...
DN skrifaði líka um slysið.

Monday, October 16, 2006

Amma og afi voru í heimsókn um helgina!















Skarpi var ekki svo mjög mikið til í að sitja fyrir á mynd, ein náðist þó af honum sitjandi með ömmu og afa. Næstum því.

Saturday, October 14, 2006

Slys

Það gerðist hræðilegt slys hér í Vallentuna í gær.
Þrír unglingar á EU-vespu lentu í árekstri við (keyrðu líklegast í veg fyrir) lestina á krossgötum, ofar hér í Vallentuna.
Einn drengur lést, og ein stelpa er alvarlega slösuð á spítala. Sá sem lést hét Filip, og var góður vinur Hrefnu fyrir nokkrum árum, og þau voru kærustupar í smá tíma síða veturs 2004.

Og núna er hann bara dáinn..... Ótrúlegt. Mjög fínn strákur, ættleiddur ásamt bróður sínum erlendis frá.
Hræðilegt.


Hér eru myndir af honum og Hrefnu frá þeim tíma sem þau umgengust.






















Friday, October 13, 2006

Lengi lifi prjónahandverkið!


























Það eru greinilega til háttsettir pólitíkusar sem kunna að meta prjónahandverk.... :-). Eða allavega þeir sem sjá um fundina hjá þeim.
Gaman að því.

Allir gestir Nató fundarins sem haldinn verður í Riga í lok nóvember plús fjölmiðlafólk, fá semsagt handprjónaða lettneska vettlinga að gjöf; 4500 manns frá 26 löndum (!). Alls munu 268 lettar verða uppteknir við þennan prjónaskap, og 38 rollur veðra rúðar (rétt beyging....?) fyrir þetta = 383 kg af ull.
Vá.

Betra...

Jæja, Skarphéðinn er að hressast, hefur ekki fengið neitt annað "falskt krupp-kast"en er búinn að vera heima frá leikskólanum alla vikuna.

Og amma Ellen og afi Víking eru komin í helgarheimsókn, Skarpa finnst það mjög spennó: Amma sofa där! - segir hann og bendir á rúmið í gestaherberginu :-)

Monday, October 09, 2006

Úff......
















Hér er Skarpi kominn í sjúkrabílinn - fannst það mjög spennó.


Já þetta varð heldur betur viðburðaríkt sunnudagskvöld - eða öllu heldur nótt hjá okkur....
Sem endaði með sjúkrabílaferð á Astrid Lindgrens barnaspítalann. En það var þannig að það var einsog Skarpi væri að fara að fá hálsbólgu um daginn á sunnudeginum, var eitthvað að hósta þurrum hósta, og svo var hann eitthvað rámur þegar hann fór að sofa, kannski með smá hita, nokkrar kommur. Síðan seinna um kvöldið þegar við Freyr förum að sofa fannst okkur "heyrast" svo mikið þegar hann andaði, einsog það væru þrengsli í hálsinum. Það fannst mér mjög óþægilegt.... svo ég fór fyrir rest niður og hringdi í svona ráðgjöf fyrir börn sem eru veik, og lýsti ástandinu og vildi heyra hvað hjúkkunni fannst um þetta. Henni fannst þetta ekki vera neitt til að hafa áhyggjur af, líklegast væri þetta bara hálsbólga. Og hún fullvissaði mig um að ef hann ætti erfitt með að anda myndi hann vakna og gráta - en ekki bara lognast útaf einsog ég var mest hrædd um (maður er jú svo hræddur um allt mögulegt og ómögulegt í sambandi við þessi grey), enda var það mér í fersku minni að hafa horft á mömmu mína deyja einmitt svoleiðis. Hjúkkan sagði að það ætti bara við þegar um lungnabilun eða langvarandi lungnasjúkdóma væri að ræða, svo við hugsuðum að þetta væri líklegast ekki neitt og fórum aftur að sofa. Svo lá ég og hlustaði á hljóðin í Skarpa og var að spá í hvort ég ætti virkilega að sofna. Man að ég bað til guðs um að passa hann nú vel, og bað mömmu og pabba að líta eftir honum líka. Og mér fannst einsog þau væru bæði standandi yfir okkur og ég hugsaði að það væri nú aldeilis viðbúnaður fyrst allir væru "á vaktinni". Svo um kl. 1 ca. byrjaði Skarpi að hósta..... mjög skringilegur hósti, og það voru mjög skringileg hljóð í honum og hann grét og virtist jafnvel eiga erfitt með að anda....!!!

Þá hringdum við í 112 til að fá ráðleggingar, maðurinn heyrði hljóðin í Skarpa í símanum og sendi strax sjúkrabíl sem var kominn eftir örfáar mínútur. Þá var Skarpi búinn að róa sig niður og andaði eðlilega en það heyrðist einsog það væri mjög þröngt fyrir hann að anda. Þeir sögðu að af hljóðunum og hóstanum að dæma að þetta væri týpískt "pseudo krupp" (sem ég veit ekki hvað kallast á íslensku), og að hann ætti að fá adrenalín til að víkka út og auðvelda öndun, og kortisón til að fyrirbyggja annað "kast".

Þannig að Skarpi og ég fórum niðrá spítala í sjúkrabílnum og pabbi kom í bílnum á eftir. Skarpi var í góðu lagi í sjúkrabílnum, fannst það mjög spennó og horfði á allar græjurnar í kringum sig. En þar var ekki neinn alvarlegur hósti, bara þessi "öndunarhljóð" í honum. Á spítalanum var hann síðan skoðaður og fékk adrenalín og kortisón og hresstist þá mjög. Fór að skoða og leika með allt dótið sem var þar og í svaka stuði, þarna um hánóttina.....

Svo fengum við leiðbeiningar um þetta og fórum aftur heim. Sofnuðum síðan mun rólegri, enda ekki lengur þessi hryglu- þröngu öndunarhljóð í Skarpa.

En.... þetta er semsagt vírus-sýking sem getur verið fylgifiskur venjulegrar kvefsýkingar, og leggst á slímhimnurnar í hálsinum fyrir neðan raddböndin. Og er algengt hjá börnum 2ja- 5 ára. Þetta getur semsagt komið aftur, næst þegar barnið fær kvefsýkingu eða álíka. Týpískt svona kast er semsagt þannig að barnið vaknar með hósta nokkra tíma eftir að það hefur sofnað að kveldi dags þar sem það hefur sofnð annað hvort að því er virðist alveg frískt, eða með smá kvefpest. Þegar barnið vaknar og hóstar er erfitt að anda og hóstinn er hás og líkist "gelti". Þá á maður að taka barnið upp og opna glugga eða fara út í kalt loft. Reyna að dreifa athyglinni og fá það til að hætta að gráta og hósta, því því örar sem barnið andar, því meiri verða einkennin og hálsinn þrengri. Og ef barnið á erfitt með að anda á að kalla á lækni/ sjúkrabíl.... (!!) Stundum er þetta bara eitt kvöld, en stundum stendur þetta yfir nokkur kvöld ....
Úff !!!!

En við vonum bara að þetta sé búið og komi aldrei aftur.
















Skarpi í svaka stuði eftir adrenalínið á Astrid Lindgrens....