Monday, April 25, 2005

Mamma (Halldóru) er enn á spítala eftir lungnabólguna sem hún fékk fyrir páska, fær reyndar að fara heim fljótlega og fær þá aðstoð heima, en ástandið lítur ekki vel út, því miður....

Í ljós hefur komið að hún er með illkynja æxli í lunganu.
Og lungun eru víst svo slöpp (og hún sjálf) að það á ekki að reyna neina meðferð. Og líklegast ekki mikill tími til stefnu.

Takk allir vinir mínir sem hafa hringt! það yljar mér um hjartaræturnar!

Sunday, April 24, 2005

Sumar!


Sumarið er komið! Þá er ekkert annað að gera en að drífa sig í garðverkin.


Blóm. Hmmm....


Úps! Datt í sundur.....?


Laukarnir sem mamma setti niður síðasta haust eru komnir upp ! - sjá 4. október í dagbókinni minni. Æ, best að rífa þetta bara upp líka, það er allt of mikið af þessu dóti...

Saturday, April 23, 2005

Barcelona!


Ég var duglegur að hjálpa Hrefna stóru systur að pakka fyrir Barcelona ferðina (eins og sést hér á myndinni þar sem ég er að dreifa úr og fara í gegnum tampongana hennar). En hún fór með spænskubekknum í 5 daga til Barcelona eldsnemma á sunnudagsmorgninum.
Já pían!!! Vá, verður örugglega svaka gaman.

Á næsta ári fer hún svo í menntó! Já, tíminn flýgur hratt á gervihnattaöld....
Hér er um marga og mismunandi skóla að velja, og skólinn sem hún valdi heitir Täby Enskilda Gymnasium, og býður aðallega uppá ýmis konar fjölmiðlaprógrömm. Þannig að hún mun t.d. læra - ásamt hefðbundnum fögum - eitthvað einsog ljósmyndun og framköllun, grafíska hönnun, heimasíðugerð og internet dótarí, útvarps- og sjónvarpsmál o.þ.h. Krakkarnir í skólanum reka m.a. eigin útvarpsstöð, og sjónvarpsstöð sem sendir út til 17.000 heimila hér í norður Stokkhólmi. Mjög skemmtilegt, hentar dömunni örugglega bara vel.

Ekki sakar, að kærastinn og vesputöffarinn Per er líka í þessum skóla....:-)


Svona lítur Per út. Fylgifiskur Hrefnu síðustu 4 mánuði eða svo.
Hann er vænsti piltur, þrátt fyrir of mörg göt á hausnum.

Thursday, April 21, 2005


Gleðilegt sumar elsku rúsínur! Óska þessar mestu rúsínur Svíþjóðar... :-)

Hér eru fleiri myndir af litlu rúsínunni (með sveskjunni).

Sunday, April 17, 2005


Nú get ég gengið alveg sjálfur með "lära-gå-vagninum" !!! Það verður samt að fylgjast vel með mér - og grípa mig ef ég missi jafnvægið... En mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, er alltaf að príla upp við vagninn til að byrja að labba. Svo þegar ég er búinn að labba útað vegg verður að lyfta mér og vagninum og snúa okkur báðum við í heilu lagi - því ég neita sko að sleppa takinu á honum...... :-)

Og svona held ég áfram fram og til baka og fram og til baka.....


...... Og til baka og fram.....
Svaka gaman! einsog sést á mér - get ekki hætt að brosa (gretta mig?), gasalega ánægður með mig.

Wednesday, April 13, 2005


Já, nú er ég sko farinn að standa upp við allt og skríð þangað sem ég vil, og fikta í öllu sem ég vil. Allt svaka spennandi - ég get gert ALLT. I HAVE THE POWER.... (þangað til sko að ég er gripinn glóðvolgur).

Mér finnst ég allavega geta allt, er alltaf að reyna allt. Að labba með öllu og príla á öllu. Ég hugsa að ég kunni að hjóla líka... á bara ekkert hjól. Ég óska hérmeð eftir tvíhjóli. Með hjálpardekkjum. Má vera notað.


Við Randí erum farin útá Róló. Mamma taktu skilaboð ef pabbi hringir. Posted by Hello


Hér er ég aðeins að rusla úr fatakommóðunni minni, það vantar greinilega alveg að dreifa úr þessu öllu útá gólf.


Hvað er á bakvið þessa hurð? Posted by Hello


Ansans, búið að loka fyrir stigann. Maður er bara einsog dýr í búri! Aldrei má maður ekki neitt.
Randí, hvað eigum við að gera í þessu? Er ekki bara málið að góla soldið?


Hleypið okkur ÚT för fan... Posted by Hello


Best að taka aðeins til í skiptiborðinu... Posted by Hello


Æ, held ég hringi í mömmu.... Posted by Hello

Tuesday, April 12, 2005

Pabbi er pappa"ledig"


Núna er pabbi að passa mig á meðan mamma er í vinnunni 2-3 daga í viku (50%). En þá sitjum við sko sjaldnast svona rólegir að lesa lengi. Nehei!, nú er ég farinn að hreyfa mig svo mikið, og ég passa sko að láta pabba vera að hlaupa á eftir mér allan daginn... Svo hann er alveg sveittur þegar mamma kemur heim !!! (þessi mynd var sko tekin fyrir páska - áður en ég fattaði þetta með að skríða, núna er ég alltaf útum allt - sýni ykkur bráðum myndir af því hér :-) )
Pabba finnst þetta skrítið orð: Foreldra"leyfi" - þetta er hörkupúl!! En rosa gaman.


Sunday, April 10, 2005

Handmade bikini (100% akrýl - jæks!)


Haldiði ekki að ég (Halldóra) hafi prjónað bikiní á unglinginn !!!!????
Eftir pöntun - úr bókinni Stitch´n bitch handbook. Og það féll þvílíkt vel í kramið. Eins gott, nú þegar sumarið nálgast einsog óð fluga.
Nei það er ekki úr ull..... er úr 100% gerviefni - sem ég kaupi annars Aldrei - bara núna, svo þetta þoli að blotna og taki ekki 7 daga að þorna.... (!)


Mamma er ennþá á spítala heima á Íslandi (4. vikan!) , er betri af lungnabólgunni, en er enn ansi slöpp. Hún er búin að vera í ýmsum rannsóknum, og nú hefur komið í ljós að hún á við einhvers konar hjartavandamál að stríða, sem líklegast er ástæðan fyrir því hvað hún hressist hægt. Henni líður samt sæmilega, en er voða orku- og úthaldslaus, og fær t.d. ennþá súrefni.

Friday, April 08, 2005

9 mánaða


Ég er orðinn 9 mánaða!! Og nú er sko fjör. Það er vika síðan ég byrjaði að skríða, og nú er ég sko á fullu útum allt. Sitja kjur á teppinu mínu hvað ha....!?! Ónei, nú þarf að uppgötva heiminn. Það tók mig tvo daga að ná tökum á þessum nýja ferðamáta mínum, og síðan hef ég verið á fullu. Svo er ég líka farinn að standa upp við allt. Jamm, svaka mikið að gera hjá mér alla daga. Það þarf t.d. að gramsa í eldhússkúffunum, opna og loka hurðum og skáphurðum, gramsa í blómapottum, fikta í sjónvarpinu og vídeótækinu - og bara þeysast útum allt ! :-)

Ég er farinn að borða flestan mat, og finnst eiginlega allt gott. Ég er samt ekki kominn með neinar tennur - en það er farin að móta fyrir tönnunum bæði uppi og niðri. Ég fæ bara brjóstið kvölds og morgna, enda má ég eiginlega ekkert vera að því hangsi, got other things to do.....
Og mamma er byrjuð að vinna !!! Fer í vinnuna 2-3 daga í viku, og þá er pabbi heima hjá mér (að hlaupa á eftir mér), það gengur bara vel. Ég sef ennþá tvisvar á dag, einstaka sinnum bara einu sinni reyndar. Og nú er orðið soldið mál að láta mig fara að sofa á kvöldin!! Ég bara stend uppí rúminu mínu - aftur og aftur og aftur og aftur og aftur.... þó ég sé lagður niður aftur og aftur og aftur og aftur.... Tekur mig ca. 3 sekúndur að reisa mig upp og stend svo og sperri mig fram og aftur og hoppa út og suður - svaka fjör hjá mér. Þó ég sé hriiiiikalega þreyttur verð ég að standa upp nokkur hundruð sinnum í rúmínu mínu áður en ég sofna. Stundum er ég svo þreyttur að ég er eiginlega með lokuð augun, en stend samt upp! þá kemur fyrir að ég dett á rimlana og meiði mig í hausnum....

Mér finnst gaman að sulla í vatni, gaman að fara út að labba í vagninum, gaman að knúsast og tuðrast uppí rúmi, gaman að standa uppi við allt, gaman að skríða útum allt, gaman í "týndur - gjugg", gaman að borða matarkex (sem Erla sendi mér frá Íslandi!), gaman að fikta í nýjum hlutum, gaman að hitta aðra krakka, og eiginlega er bara oftast voða gaman hjá mér, ég brosi mikið og er kátur bröltari.

Í dag 8. apríl á hún Íris (Hjördísar) frænka okkar afmæli, orðin 15 ára gömul, til hamingju með það! Hér er bloggið þeirra þarna í Skerjaveri sem við lesum reglulega, ofsa gaman að fá að fylgjast með Davíð Funa litla bróður Írisar. Hann er nýjasti frændi okkar, bara 2ja mánaða gamall.....

Tuesday, April 05, 2005

Pabbi. Og mamma.


Í dag er eitt ár síðan pabbi dó. Svo skrítið. Stundum finnst mér svo langt síðan - en stundum svo stutt. Allavega sakna ég hans mikið. Hann var svo sérstakur! Hér má lesa æviágripið hans, og minningargrein Árnýjar mágkonu minnar um hann.

Og mamma er enn á spítala vegna lungnabólgu, er nú búin að vera þar í 3 vikur. Hún er enn voða slöpp og lítið á róli, fær enn súrefni og svoleiðis. Er voða döpur yfir þessu basli öllu, vill helst ekki standa í þessu lengur, segist ætla að skrifa undir pappíra um það að hún verði ekki sett í öndunarvél eða "önnur tæki" ef sú staða kemur upp (!!).
Úff.

Saturday, April 02, 2005


Ég er byrjaður að skríða!!! Byrjaði í gær (1.apríl) og hef ekki bara ekki stoppað síðan ég fattaði hvernig þetta virkar. Ég er nú búinn að vera "á leiðinni" að fara að skríða lengi: Fer á fjóra fætur - en settist alltaf aftur. Þangað til í gær semsagt, þá var ég svo æstur í að teygja mig í hana kisu sem lá á gólfinu í afslöppun rétt hjá mér - að ég byrjaði að bögglast eitthvað áfram, og fattaði loksins að færa hendurnar fram fyrir hvora aðra til skiptis. Svo nú er ég óstöðvandi - he he ! Posted by Hello

Friday, April 01, 2005


Jæja, nú á að fara að læra að labba ! Mamma fór í gær að kaupa notaðann "lära-gå-stol" (göngugrind) hérna rétt hjá, og kom heim með allt þetta dót! Tvo lära-gå-vagna líka !!! Jamm, hóf er best í hverjum hlut..... eða þannig :-) En þetta var bara svo ódýrt (350 skr. fyrir allt) - og það voru bara svo sætar tvær litlar ættleiddar stelpur sem höfðu átt þetta.... Og svo eru þetta sko gjörólíkar græjur - annar vagninn er svona klassískur, en hinn með fullt af dóti - og hægt að breyta í bíl fyrir dúkku! Já, nú lærir Skarphéðinn bara að ganga á tvöföldum hraða fyrst hann á svona fínar græjur. Örugglega. (Er ég búin að sannfæra ykkur jafn hratt og ég sannfærði mig sjálfa um að þetta væri allt bráðnauðsynlegt... ha ha ha?!?)

Ha, of mikið af dóti? Það er alltaf hægt að losa sig við mublurnar í stofunni, breyta henni bara í leikherbergi, ég meina eru einhver lög um það að allir þurfi að eiga sófa....?

Foreldrarnir sem voru að selja þetta dót höfðu verið að geyma það fyrir stelpu númer tvö sem þau voru að ættleiða frá Kína, en svo þegar hún kom var hún 2ja ára og kunni að labba !! Svo hún hafði aldrei notað þetta lära-gå dót. En þau voru glöð að Skarpó litli sykursnúður var strax svaka hrifinn af þessu og myndi geta notað þetta í staðinn.


Ég er bara að leita að Stuðmannageisladisknum.... :-) !
Já nú er maður sko orðinn rosa mobile allt í einu - og hægt að gramsa í fullt af nýju dóti.