Ég er byrjaður að skríða!!! Byrjaði í gær (1.apríl) og hef ekki bara ekki stoppað síðan ég fattaði hvernig þetta virkar. Ég er nú búinn að vera "á leiðinni" að fara að skríða lengi: Fer á fjóra fætur - en settist alltaf aftur. Þangað til í gær semsagt, þá var ég svo æstur í að teygja mig í hana kisu sem lá á gólfinu í afslöppun rétt hjá mér - að ég byrjaði að bögglast eitthvað áfram, og fattaði loksins að færa hendurnar fram fyrir hvora aðra til skiptis. Svo nú er ég óstöðvandi - he he !
1 Comments:
Vá, einn greinilega ánægður og stoltur með nýja ferðamátann!!
Post a Comment
<< Home