.....og kaffi á eftir heima hjá Mariellu og Ölmu. Skarphéðinn er fremst á myndinni.
Annars var ég að flýta mér soldið mikið til að fara og hitta mömmurnar í dag, Skarphéðinn var kominn í vagninn orðinn pirraður og ég var að troða mér í skóna og finna til bleyjur áður en hann fríkaði út og símann minn og mat handa honum til að hafa með og smekk og glasið hans og smá dót og epli því ég var svo svöng, og þurfti að pissa og líka að leita að húslyklunum o.s.frv. ... þið skiljið. Nóg að gera.
Allavega. Ég greip með létta bómullarhúfu og skellti henni á Skarphéðinn (þessi ljósbrúna, með smá "toppi" með hnút á). Á leiðinni fannst mér svo skrítið að ég þurfti alltaf að vera að draga húfuna niður fyrir eyrun á honum, og hún dróst alltaf upp aftur... Alltaf var annað eyrað að koma í ljós undan húfunni, og þá rauk ég til og dró hana betur niður. Ég hugsaði með mér ja hérna hvað hann stækkar eitthvað mikið, þessi húfa er nú bara að verða of lítil. En kanski að hún hafi hlaupið í þvotti líka. Svo löbbum við góðan spotta með mömmunum, og Skarphéðinn sofnar vært og sefur í um klukkutíma. Þegar hann svo vaknar þarna fyrir utan heima hjá Mariellu tek ég hann inn - og tek húfuna af honum. Og kemur þá ekki í ljós heilt sokkapar af honum, samanbrotið..... búið að vera kuðlað inní húfunni á hausnum á honum allan tímann !!!
OMG - greyið litla!!! Ekki það að honum hafi verið neitt meint af þessu - en þetta er bara svo HÁLFVITALEGT..... :-)
1 Comments:
Hahahhahaha....ég bilaðist úr hlátri. Ég skil þetta stress svo hrikalega vel! Krakkinn þreyttur og pirraður og að stikna úr hita að bíða eftir að fara út og maður á sjálfur eftir að græja allt fyrir sjálfan sig!
Það sem þessi krakki þarf að ganga í gegnum hjá þér!!En þetta með sokkaparið er bara fyndið!
Post a Comment
<< Home