Tuesday, March 22, 2005

Veikindi.....

Amma Vala er á batavegi, var tekin úr öndunarvélinni í dag og líður ágætlega. Lungnabólgan er að lagast, vatnið í lungunum minna, súrefnisupptakan góð og hún fer af gjörgæslu á venjulega deild á morgun. Við töluðum við hana í síma í dag, og það var bara gott í henni hljóðið. Þannig að þetta er allt í áttina - sem er frábært. En leiðinlegt að vera svona langt í burtu þegar svona veikindi koma uppá....

Skarphéðinn er búinn að vera með smá hita í viku, og var farinn að vakna af og til á nóttunni eitthvað pirraður og hálfvælandi. Við fórum á heilsugæslustöðina í dag og hittum lækni sem kíkti í eyrun á honum og sá að hann var með eyrnabólgu - geyið...... Það var ekki komið í ljós á fimmtudaginn var þegar við létum líka kíkja á hann, en núna er hann allavega kominn á pencilínkúr sem á að laga þetta. Hann hafði einmitt verið með einhverja pest fyrir 2-3 vikum, eyrnabólgan kemur oft uppúr svoleiðis. Og Freyr er búinn að vera með flensur og lungnavesen og (hrikalegan!) hósta síðustu 6 vikur, en núna er hann nýbúinn að klára pencilín skammt númer tvö og er hressari.

Úff, en það pestarbæli...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home