Wednesday, March 09, 2005


Þær Erla og Vera eru ennþá hjá okkur í heimsókn (verða hjá okkur fram til 12.mars) - og okkur finnst það æðislega gaman. Gaman að hafa félagsskap á daginn við allt þetta hversdagslega; einsog við matarborðið (þar sem ófáum mínútunum er nú eytt við að fæða grislingana), á teppinu inní stofu við að leika, og uppí rúmi á kvöldin. Þau litlu leika sér saman á daginn, auk þess sem þau skoða sig stundum um í bænum og búðunum (:-)) með mömmunum, og á kvöldin eru mömmurnar að framleiða hin ýmsustu listaverk - í textíl, akrýl, skarti - jú neim it..... Á blogginu hennar Erlu þann 9. mars má sjá eitt listaverkið verða til.

Þeim litlu grísunum finnst mjög gaman að leika saman og fylgjast með hvort öðru, hér á myndinni er Vera að lesa upphátt fyrir Skarphéðinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home