Thursday, March 10, 2005

Skarphéðinn 8 mánaða


Já, tíminn líður eins og óð fluga og hann Skarphéðinn litli sykurpúði varð 8 mánaða þann 8. mars !! Og orðinn svo hrikalega stór og duglegur, að mér finnst ég stundum vera að horfa á 2ja ára frænda hans - eða eitthvað álíka!! Hann var í vigtun og mælingu nýlega, og er nú 70,5 cm langur - sem er akkúrat á meðaltalinu og 8.3 kíló - sem er aðeins undir meðaltali, semsagt hár og spengilegur einsog mamma sín¨! (eða pabbi, eftir því hvern þú spyrð). Ég beið eftir því að ljósan myndi bæta við í vigtunarbókin hans á eftir kílóum og lengd: "...og hriiiiikalega sætur og mikil dúlla og gasalega duglegur og flínkur" (JÄÄÄTTEsöt, otrolig sötnos, duktig och flink). Hún gerði það nú ekki, líklegast er of lítið pláss í þessari bók, hún hefur örugglega pikkað þetta inní skrána hans í tölvunni um leið og við fórum. Skarphéðinn fór líka í Boel heyrnarprófið í þessari vigtun, þar sem ljósan hristir bjöllur til hliðar við hann á meðan hann leikur með eitthvað dót. Hann sýndi bjöllunum áhuga í ca. annað hvert skipti sem þeim var hringt, en slapp þó við að vera dæmdur heyrnleysingi á staðnum og við fengum annan tíma til að fara í þetta próf. Ég hef engar áhyggjur af þessu, ég veit hann heyrir ágætlega. Hann er líklegast eins og pabbi sinn, heyrir það sem hann vill heyra.

Hann situr mikið á gólfinu í stofunni og dundar við að tína dótið sitt úr dótakörfunni og naga það hæfilega mikið. Svo er mjög skemmtilegt að fá eitthvað nýtt dót einsog sleif úr eldhúsinu eða álíka. ... :-) Hann er farinn að borða mat í öll mál, og er duglegur að drekka úr könnu með stút, en fær brjóstið alltaf reglulega líka.

Svo er hann orðinn algjör bröltari! Getur ekki setið kjur, þarf alltaf að vera á bröltinu. Er að teygja sig útog suður eftir einhverju dóti, alltaf búinn að setja fæturna undir sig eins og hann sé á leiðinni eitthvað - en er þó ekki farinn að skríða. En þetta gerist allt svona í rólegheitunum, enginn hamagangur. Hann situr ekki lengur rólegur hjá pabba sínum í sófanum eða stólnum, þarf að vera bröltandi yfir sófa-arminn við að reyna að ná í dótið á sófaborðinu; dúkinn, kertastjakana og keramikskálina og það.... Þannig að allt puntið á því borði er komið út í eitt horn - eða í gluggakistuna. Og dótið hans komið á borðið í staðinn :-). Svo er pabbi búinn að lækka botninn í barnarúminu, því hann reisir sig upp á hnén í því!! og hefði getað steypt sér yfir hliðarnar áður en botninn var lækkaður.

Svo finnst honum rosa gaman að sulla! Í baði eða bara eldhúsvaskinum. Byrjar alltaf að veifa höndunum í átt að vaskinum þegar vatnið rennur. Og alltaf þegar hann er í baði er hann á fullu að busla, skvettir vatni útum ALLT, skiptir engu máli þó hann fái gusurnar framaní sig, hann buslar á fullu útí eitt. Ef hann er eitthvað óhress (ef hann meiðir sig t.d. eitthvað pínkulítið) þarf maður bara að skrúfa frá vatninu og leyf honum að busla smá, þá gleymist öll sorg. Og hann er alltaf með sömu mörgæsahreyfingarnar: uppogniður með báðar hendur í einu. Þetta eru reyndar sömu hreyfingar og hann notar oft: til að tjá gleði og æsing - og líka ef hann er að missa þolinmæðina, orðinn pirraður. Þá segjum við (eins og Erla frænka "fattaði uppá"): "Hann er byrjaður að taka mörgæsina, best að drífa sig...." :-) Það gerist t.d. þegar maður er á leiðinni útí bíl, er búinn að setja hann í bílstólinn og honum finnst ekkert að gerast /maður ekki nógu snöggur í skóna... þá byrjar hann með mörgæsina, og maður veit þá að það sé best að drífa sig áður en hann byrjar eitthvað að góla.... :-)

Smábarnadót einsog ömmustóllinn og babygymið er löngu komið útí geymslu, Skarpó orðinn alltof stór fyrir það !!!

Jamm, hann er semsagt orðinn 8 mánaða og alltaf jafn hrikalega sætur og yndislegur og frábær og skemmtilegur..... :-)

Hógværa mamman.

1 Comments:

Blogger Erla said...

Mér finnst allt í lagi að grobba sig fffffffffullt af þessum krílum - enda eru þau æðisleg! Við erum svo heppnar með eintökin okkar að það hálfa væri nóg! Hann Skarpó mörgæsó er algjör eðall :)

11:50 pm  

Post a Comment

<< Home