Thursday, March 24, 2005


Skarphéðinn fékk bréf í dag. Þar sem Svampskogens förskola býður hann velkominn til leiks og starfa frá og með haustinu (!) Og okkur foreldrunum var boðið á fund í næsta mánuði þar sem starfsfólk og stefna skólans verður kynnt. Nokkrir vinir hans Skarphéðins úr mömmuhópnum okkar sem hittist alltaf á miðvikudögum fengu líka svona bréf, og ætla að byrja um svipað leyti, sem er mjög skemmtilegt. Frá og með apríl ætlar pabbi að vera heima 50%, en mamma að fara að vinna 50%, svo förum við öll saman í sumarfrí, og eftir það er það svo bara leikskóli!! Vá litla dýrið að verða fullorðið! Við erum ekki búin að ákveða enn hvernig haustið verður, hvort Skarphéðinn verði 50 eða kanski 75% á leikskólanum.

Þessi leikskóli hefur reyndar ekki verið byggður enn (!!) en mun rísa hér í næstu götu á Svampskogsvägen - von bráðar líklegast. Sveppaskógsleikskólinn, passar vel fyrir Skarphéðinn sem er algjör sveppur.....

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skarpi er þá sætasti sveppurinn sem ég hef smakkað á! Fyndið nafn á leikskólanum... (eftir götunni sem hann stendur við ef ég man rétt?)
E

2:47 pm  

Post a Comment

<< Home