Friday, April 01, 2005


Jæja, nú á að fara að læra að labba ! Mamma fór í gær að kaupa notaðann "lära-gå-stol" (göngugrind) hérna rétt hjá, og kom heim með allt þetta dót! Tvo lära-gå-vagna líka !!! Jamm, hóf er best í hverjum hlut..... eða þannig :-) En þetta var bara svo ódýrt (350 skr. fyrir allt) - og það voru bara svo sætar tvær litlar ættleiddar stelpur sem höfðu átt þetta.... Og svo eru þetta sko gjörólíkar græjur - annar vagninn er svona klassískur, en hinn með fullt af dóti - og hægt að breyta í bíl fyrir dúkku! Já, nú lærir Skarphéðinn bara að ganga á tvöföldum hraða fyrst hann á svona fínar græjur. Örugglega. (Er ég búin að sannfæra ykkur jafn hratt og ég sannfærði mig sjálfa um að þetta væri allt bráðnauðsynlegt... ha ha ha?!?)

Ha, of mikið af dóti? Það er alltaf hægt að losa sig við mublurnar í stofunni, breyta henni bara í leikherbergi, ég meina eru einhver lög um það að allir þurfi að eiga sófa....?

Foreldrarnir sem voru að selja þetta dót höfðu verið að geyma það fyrir stelpu númer tvö sem þau voru að ættleiða frá Kína, en svo þegar hún kom var hún 2ja ára og kunni að labba !! Svo hún hafði aldrei notað þetta lära-gå dót. En þau voru glöð að Skarpó litli sykursnúður var strax svaka hrifinn af þessu og myndi geta notað þetta í staðinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home