Tuesday, April 05, 2005

Pabbi. Og mamma.


Í dag er eitt ár síðan pabbi dó. Svo skrítið. Stundum finnst mér svo langt síðan - en stundum svo stutt. Allavega sakna ég hans mikið. Hann var svo sérstakur! Hér má lesa æviágripið hans, og minningargrein Árnýjar mágkonu minnar um hann.

Og mamma er enn á spítala vegna lungnabólgu, er nú búin að vera þar í 3 vikur. Hún er enn voða slöpp og lítið á róli, fær enn súrefni og svoleiðis. Er voða döpur yfir þessu basli öllu, vill helst ekki standa í þessu lengur, segist ætla að skrifa undir pappíra um það að hún verði ekki sett í öndunarvél eða "önnur tæki" ef sú staða kemur upp (!!).
Úff.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég kíkti á hana í gær og hún var nú hressari en oft áður :) Svo vonandi fer þetta að koma.
Erla.

10:38 am  

Post a Comment

<< Home