Saturday, January 22, 2005

Íslandsferð!

Skarphéðinn og ég (Halldóra) fljúgum til Íslands í dag í 2ja vikna heimsókn á klakann (jibbí!), sjáumst hér á blogginu þegar við komum til baka!!

Ha det bra!


Friday, January 21, 2005


Ég er orðinn svo duglegur að sitja sjálfur..... Posted by Hello


Eiginlega alveg alltaf....:-) Posted by Hello

Wednesday, January 19, 2005


Við fórum í labbitúr í dag með mömmuhópnum okkar, en við hittumst alltaf á miðvikudögum. Hér erum við við vatnið Vallentunasjön. Posted by Hello


Eftir göngutúrinn fórum við heim til Neu (sem er beint fyrir aftan mig á myndinni) í kaffi með öllum vinum mínum og mömmum þeirra. Svaka fjör! Posted by Hello


Ef maður nennir ekki að prjóna heila peysu, nú þá má alltaf prjóna bara litla peysu..... :-)
Posted by Hello

Tuesday, January 18, 2005


Ég bara vex og vex. Var hjá lækninum í dag í 6 mánaða skoðun og að vigta mig og mæla. Er orðinn 69 cm og 7.750 kg, fylgi alveg minni kúrfu. Semsagt búinn að lengjast um 20 cm síðan ég fæddist! Fékk leyfi hjá lækninum til að nota Súpermangallann :-)

Ég er orðinn duglegur að borða (já, alvöru mat!), og borða núna tvisvar á dag - auk þess sem ég fæ brjóstamjólkina. Ég fæ yfirleitt svona grænmetismauk (kartöflu/blómkáls eða gulróta) úr krukku, nú eða "biff stroganoff" eins og ég fékk í gær. Svo fæ ég alltaf eitthvað ávaxtamauk í eftirrétt, oft sveskjumauk t.d. - og það þarf sko ekki að plata oní mig - þá gapi ég eftir skeiðinni, nammi nammi!
Posted by Hello

Friday, January 14, 2005


Hopp og hí og hamagangur á Hóli... Hrefna stórasystir sprellar með Skarphéðinn - sem fer næstum að fara að verða of þungur fyrir svona æfingar...!!! Posted by Hello

Monday, January 10, 2005


Ég kann að sitja! Ekki kanski aaaaalveg aleinn, en aaalveg næstum því. Er búinn að vera að æfa mig pínkulítið síðustu daga, og alltí einu kann ég það :-). Púðinn fíni á bakvið mig er frá Textílkjallaranum, með batíkmynd og nafninu mínu líka ! Fékk hann frá Hafrópíunum knáu; Klöru, Önnu Rósu, Hildi og Elenu.

Saturday, January 08, 2005

Skarphéðinn 6 mánaða


Skarphéðinn er 6 mánaða í dag ! Og orðinn voða stór og duglegur. Stækkar svo það brakar í honum! Það er eins og fötin minnki í hvert skipti sem þau koma úr þvottavélinni (alveg einsog hjá pabba).

Hann er alltaf að leika með dótið sitt, situr aldrei "iðjulaus", er alltaf að teygja sig eftir einhverju - og öllu er stungið beint upp í munn. Hann er hættur að liggja í babygyminu (teppi með leikföng hangandi á stöng yfir barninu), nær bara sjálfur í dótið sitt þar sem hann liggur á teppi á gólfinu. Það er rosa áhugavert að skoða allskonar miða eða þræði á dótinu, þvottaleiðbeiningamiðarnir á mjúka dótinu eru bestir. Þeir eru skoðaðir í krók og kima og svo nagaðir og bleyttir reglulega :-)

Svo er gaman að labba úti í vagninum - sitjandi auðvitað, svo maður sjái út og missi ekki af neinu. Kitluleikur er líka skemmtilegur, við kítlum með því að puðra eða hvísla í hálsakotið, og hann skríkir og klípur á móti - og það eru sko ekki nein smá klíp, hann er rosa handsterkur!
Hann er alltaf glaður og kátur, en þegar við förum og hittum nýtt fólk er ekki alveg eins stutt í brosið, þá er hann meira svona skeptískur....

Og - svo er hann farinn að borða smá mat á kvöldin!! Aðallega grauta (duft blandað í vatn) og sveskjumauk í eftirrétt. Það varð til þess að hann er hættur að vakna á nóttunni til að drekka, sefur bara til morguns í einum dúr. Fær brjóst áður en hann sofnar um kl. 21, drekkur svo aftur um kl. 24 þegar mamma fer að sofa, og sefur svo yfirleitt vært alla nóttina. Hann sefur yfirleitt tvisvar á dag úti í vagni, en styttra en áður.

Þegar ég spurði Frey hvort hann hefði eitthvað til málanna að leggja hér um þroska sonarins núna við 6 mánaða aldur sagði hann: Nei nei, bara alltaf þetta sama: Framúrskarandi fegurð, greind, og dugnaður....
Jamm.

Thursday, January 06, 2005


Hrefna er 16 ára í dag !!! Og var vakin með söng og prinsesstertu í rúmið að sænskum sið. Svo borðuðum við morgunmat saman og opnuðum nokkra pakka. Um kvöldið fór hún og fékk sér pizzu og síðan í bíó með vinum sínum (nei ekki með mömmu gömlu og Freysa - eins og öll hin árin!!!) Posted by Hello


Fékk m.a. mynd af sjálfri sér eftir mömmu gömlu: "Hrefna í lífsins ólgusjó".... Posted by Hello


Hrefna pía - á gamlárskvöld. Posted by Hello

Wednesday, January 05, 2005


Skarphéðinn í nýju kerrunni sem hann fékk í jólagjöf frá ömmu Ellen og afa Víking. Rosa ánægður með sig - enda flott kerra. Létt og nett - hægt að vippa saman með (svotil) einu handtaki og kippa með sér í bílinn - eða lest eða strætó. Líka hægt að halla bakinu svo barnið geti fengið sér lúr (á langdregnum sjoppingferðum), og svo er pláss fyrir innkaupapoka aftaná....:-) Posted by Hello

Monday, January 03, 2005


Hrefna fór í klippingu í dag. En hún verður 16 ára næsta fimmtudag, 6. janúar. Jesús minn hvað tíminn flýgur hratt! En svona er þetta, Skarphéðinn er að verða 1/2 árs bráðum, líður ekki á löngu áður en hann byrjar í sex ára bekk ! Liggur við. Posted by Hello


Hér er hún inní vel-til-tekna herberginu sínu að tala í símann - og bendandi mömmu gömlu á hvar dyrnar séu... Posted by Hello

Saturday, January 01, 2005


Göngutúr á hinum fyrsta degi ársins með afa og ömmu (Víking og Ellen) og mömmu og pabba í fallegu en frekar köldu veðri. Hér erum við á Södermalm, Kungsholmen og Stadshuset í baksýn.

Gleðilegt nýtt ár!


Amma og afi voru hjá okkur um áramótin. Ég hafði því miður ekki úthald til að vera í sparifötunum alveg fram til miðnættis - hér er ég bara kominn í náttfötin... :-) Posted by Hello