Ég bara vex og vex. Var hjá lækninum í dag í 6 mánaða skoðun og að vigta mig og mæla. Er orðinn 69 cm og 7.750 kg, fylgi alveg minni kúrfu. Semsagt búinn að lengjast um 20 cm síðan ég fæddist! Fékk leyfi hjá lækninum til að nota Súpermangallann :-)
Ég er orðinn duglegur að borða (já, alvöru mat!), og borða núna tvisvar á dag - auk þess sem ég fæ brjóstamjólkina. Ég fæ yfirleitt svona grænmetismauk (kartöflu/blómkáls eða gulróta) úr krukku, nú eða "biff stroganoff" eins og ég fékk í gær. Svo fæ ég alltaf eitthvað ávaxtamauk í eftirrétt, oft sveskjumauk t.d. - og það þarf sko ekki að plata oní mig - þá gapi ég eftir skeiðinni, nammi nammi!
1 Comments:
Þvílíkur súperstrákur! Hlakka til að sjá þig frændi minn...
Post a Comment
<< Home