Skarphéðinn 6 mánaða
Skarphéðinn er 6 mánaða í dag ! Og orðinn voða stór og duglegur. Stækkar svo það brakar í honum! Það er eins og fötin minnki í hvert skipti sem þau koma úr þvottavélinni (alveg einsog hjá pabba).
Hann er alltaf að leika með dótið sitt, situr aldrei "iðjulaus", er alltaf að teygja sig eftir einhverju - og öllu er stungið beint upp í munn. Hann er hættur að liggja í babygyminu (teppi með leikföng hangandi á stöng yfir barninu), nær bara sjálfur í dótið sitt þar sem hann liggur á teppi á gólfinu. Það er rosa áhugavert að skoða allskonar miða eða þræði á dótinu, þvottaleiðbeiningamiðarnir á mjúka dótinu eru bestir. Þeir eru skoðaðir í krók og kima og svo nagaðir og bleyttir reglulega :-)
Svo er gaman að labba úti í vagninum - sitjandi auðvitað, svo maður sjái út og missi ekki af neinu. Kitluleikur er líka skemmtilegur, við kítlum með því að puðra eða hvísla í hálsakotið, og hann skríkir og klípur á móti - og það eru sko ekki nein smá klíp, hann er rosa handsterkur!
Hann er alltaf glaður og kátur, en þegar við förum og hittum nýtt fólk er ekki alveg eins stutt í brosið, þá er hann meira svona skeptískur....
Og - svo er hann farinn að borða smá mat á kvöldin!! Aðallega grauta (duft blandað í vatn) og sveskjumauk í eftirrétt. Það varð til þess að hann er hættur að vakna á nóttunni til að drekka, sefur bara til morguns í einum dúr. Fær brjóst áður en hann sofnar um kl. 21, drekkur svo aftur um kl. 24 þegar mamma fer að sofa, og sefur svo yfirleitt vært alla nóttina. Hann sefur yfirleitt tvisvar á dag úti í vagni, en styttra en áður.
Þegar ég spurði Frey hvort hann hefði eitthvað til málanna að leggja hér um þroska sonarins núna við 6 mánaða aldur sagði hann: Nei nei, bara alltaf þetta sama: Framúrskarandi fegurð, greind, og dugnaður....
Jamm.
2 Comments:
Til hamingju litli frændi! En vá Halldóra - ertu að gera þér grein fyrir því að 6 mánaða er = hálfs ÁRS! Bráðum verður það 1 árs... wow. Þessi kríli eru lítil svo stutt!
Veit. Þetta er Ótrúlegt! Skil ekki hvert þessi tími flýgur. Verð að reyna að stoppa þessa þróun með því að Hanga. Í. Núinu. :-)
Post a Comment
<< Home