Thursday, July 31, 2008

Snöggur koss á kinn...

Snúllan fær marga kossa á kinn frá stóra bróður, hann er voða góður við hana. Óútskýrt ís- eða tómatsósuklístur á kinn þeirra litlu kemur yfirleitt þaðan.... :-)




Wednesday, July 30, 2008

3ja vikna í dag

Friday, July 25, 2008

Vera

Vera frænka kom í heimsókn með mömmu sinni og pabba og gisti 1 nótt hjá okkur. Það var mjög gaman - fannst mömmunni sérstaklega sem var búin að hanga innanhúss í fleiri daga (með missárar geirur og heimsóknir á spítalann í gulumælingu sem hápunkt vikunnar...!). Við fórum á Skansen, á ströndina, sjoppuðum soldið, busluðum heima í garðinum og höfðum afmæliskaffi, því Vera átti einmitt 4ra ára afmæli 25.júlí. Það var prinsessuterta, prinsessuservíettur, og prinsessukóróna - enda er Vera algjör prinsessa.... :-)


Hér eru Erlumyndir frá heimsókninni.











Thursday, July 24, 2008

Músin 2ja vikna



Wednesday, July 23, 2008

Jobbigt

já, þetta er erfitt líf... sofa, drekka, sofa, hvíla sig, sofa, drekka, fá sér lúr, nærast, fá sér hænu, draga ýsur, softa, slappa af, drekka, sofa meira.....


Tuesday, July 22, 2008

Jarðaberjahúfan er tilbúin!

Já jarðaberjahúfan er tilbúin, sem er mjög gott - litlu vantaði einmitt góðan poka til að skríða oní....

Monday, July 21, 2008

Athugasemd

Ég er hér með smá athugasemd við inlegg með titilinn "Bless bumba". Það sem ég hef um það að segja er: Ha ha ha, En það djók... Því that bumba aint going nowhere! Og það sem meira er, kvikindið virðist hafa öðlast eigið líf. Ef mamman hlær, byrjar mikið búðingspartý og vömbin hristist lengi á eftir. Svo vellur þetta uppúr hvaða buxnastreng sem er....! Reyndar er ekki alveg rétt að vömbin sé ekki að minnka - því ekki er langt síðan það var ekki einu sinni ráðið við að troða kvikindinu oní neinn buxnastreng - en nú er það s.s. hægt, þannig að vömbin virðist vera á undanhaldi...

Svo er hér eitt reikningsdæmi þessu tengt sem ég skil ekki alveg. Áður en ég eignaðist dömuna var ég 81 kíló. Svo fæðist frökenin, þannig að ég losna þar við þau 3 kíló sem hún vó, plús legvatn og fylgja og það allt. En þegar ég steig á vigtina þegar ég kom heim - sýndi hún 79 kíló! Getur einhver skýrt það reikningsdæmi út fyrir mér....?!!? Reyndar var þá mjólkin að byrja að koma - kannsk það sé svona heavy stuff...?
En núna, um 10 dögum seinna sýnir vigtin 72 kíló, þannig að 7 kíló hafa horfið...sporlaust? Kannski virkar brjóstagjöfin einsog fitusog? Reyndar held ég að aðalskýringin sé vökvastöfnun, sem nú er að hverfa úr kroppnum.
Já, kroppurinn er merkilegt fyrirbæri.

Sunday, July 20, 2008

Vera í heimsókn !

Vera og fjölskylda komu í heimsókn frá Íslandi. Gista í Huddinge, stoppa í viku. Hér heldur hún á frænku sinni - ótrúlega dugleg.

Litla fór í pils frá ömmu og afa í tilefni gestakomunnar (nær alveg niðrá ökkla og uppá brjóst :-) ).

Pelagjöf

Hér fæ ég pela frá mjög einbeittum föður mínum. Mamma þurfti að vera í fjósinu í 3 daga að mjólka sig því hún fékk bara sár á brjóstin eftir mig...
En nú er það allt komið í lag.

litla gula hænan

Já, greyið er soldið gul.
Búin að fara 4 sinnum á spítalann til að mæla guluna, en hefur nú verið útskrifuð af gulu deildinni. Gulan er s.s. að minnka og ekkert til að hafa áhyggjur af. Skarphéðinn stóri bróðir var ansi gulur líka þegar hann fæddist, og þurfti að fara tvisvar á spítala í ljósameðferð við gulunni, en hún sleppur semsagt við það.

Til að losna við guluna eiga börnin að vera duglega að drekka, og fá eins mikla dagsbirtu á sig og hægt er. Þess vegna liggur hún hér úti í "sólbaði" í dagsbirtunni, smá stund. Gott að hafa bangsann frá Fríðu frænku með til halds og trausts. Svo var okkur sagt að fylgjast með hvort hún væri mjög "sljó", en það er faktíst ekki létt að dæma hvort einhver sem sefur 21 tíma á sólarhring sé sljór eða ekki...

Annars gengur allt vel - núna þegar brjóstagjöfin er komin í lag. En það var hún alls ekki til að byrja með... Mamman fékk sár á bæði brjóstin (!) svo daman fékk pela í 3 daga á meðan þau voru að gróa og mamman var þá í fjósinu á þriggja tíma fresti að mjólka sig í pela.... gaman - Not. Síðan fórum við dömurnar til Amningsmottagningen - eða brjóstagjafaráðgjöfina (týpískt sænskt, svíar eru svo miklir brjóstagjafafasistar: ef þú ert ekki með barnið þitt á brjósti þá ert eitthvað klikk!).
En það var mjög gott og lærðum við þar (á gamals aldri) hvernig á að gefa brjóst (án þess að fá sár). Daman er með soldið lítinn munn og hefur tilhneigingu til að opna hann ekki nógu mikið, þannig að mamman þarf að fylgjast með því að hún taki brjóstið rétt.







Friday, July 18, 2008

Blómarós

Litla snúllan fékk blómvönd frá ömmu og langömmu.
Áttar sig ekki alveg á hvaða blóm þetta eru....
:-)

Wednesday, July 16, 2008

Ríkidæmi



Líkar?

Ég veit allavega hvor er líkari ET (á sumum myndum amk!)
Það er sú sem ekki má kyssa á kinn, þá leitar hún eftir brjósti.... :-)
En báðar eru so sætar.....



Tuesday, July 15, 2008

Stoltur stóri bróðir ;-)








Saturday, July 12, 2008

Vallentuna prinsessan

Hér koma nokkrar myndir frá spítalanum, þegar daman er 1 dags gömul.
Hvernig er hægt að vera svona sæt!?!
Og hvaða mikla dökka hár er þetta...?
O - hún er svo yndisleg!!!














Komin!

Eins og um var samið, fæddist Daman þann 9.júlí með keisaraskurði á Danderyds sjukhus. Klukkan 11.15 nánar tiltekið og allt gekk mjög vel.
Hún er alveg æææðisleg.... :-) 3210 grömm og 47 centimetrar, og með mikið og dökkt hár !!!!)
Hryllilega sæt!!!
:-)

Á neðstu myndinni er Marianne sem framkvæmdi keisaraskurðinn, bæði núna og þegar Skarphéðinn fæddist.





Tuesday, July 08, 2008

Bless bumba.



As big as it gets.

4ra ára - for real

Amma og afi eru komin í heimsókn.
Og aftur smá afmælisveisla - því Skarphéðinn á jú afmæli í dag... :-)
Á morgun kemur svo nýr afmælisdagur - þegar litla systir fæðist með keisaraskurði.




Monday, July 07, 2008

Egg með fætur ?

Friday, July 04, 2008

Skarphéðinn 4ra ára!!

Skarphéðinn verður 4ra ára 8.júlí, en hélt uppá afmælið sitt í dag, 4.júlí. 9.júlí er jú mamma að fara á spítalann til að "ná í litlu systur úr maganum" - og vildi ekki vera að standa í barnaafmælisstússi deginum áður - svona á síðustu metrunum. Plús það að daman gæti jú ákveðið að koma fyrr - og þá yrði kannski lítið um afmælishald.

Allavega, afmælið var mjög skemmtilegt og gríslingarnir skemmtu sér konunglega. Marta amma Hrefnu sagði einhvern tíman að það að standa í barnaafmæli væri einsog að vera úti að moka skurð í hálfan dag - maður verður álíka þreyttur.
Sammála.

Samt var þetta afmæli uppá sænska mátann = minimum fyrirhöfn; keypt krakkaísterta, keyptir kanelsnúðar, en reyndar bökuð súkkulaðikaka (keypt kökumix!), og pönnsur með sykri (sem sænsku krakkarnir kunnu ekkert á - rúlluðu í sundur og báðu um sultu á!!)
Enda eru krakkarnir sko ekki að koma til að borða - rétt nörtuðu í ístertuna og kroppuðu nokkur nammi af kökunni - flýttu sér svo að leika :-).

Við Freyr erum ennþá soldið áhyggjufull yfir því að við verðum kannski kærð útaf þessu afmæli - sbr. fréttina af stráknum í Lundi sem bauð öllum í bekknum í 8 ára afmælið sitt nema tveimur, og var kærður fyrir.... Við buðum nefnilega bara 1 nágrannastrák + systur, 1 íslenskri fjölskyldu, og 3 úr leikskólanum (sem eru reyndar allir strákarnir á deildinni sem ekki eru farnir í frí).
En ég - mamman get kannski skaffað mér læknisvottorð um að ég sé höggravid og megi bara hafa x marga krakka í barnaafmæli.....












Thursday, July 03, 2008

Strandarferð

Í dag fórum við Freyr og skrifuðum okkur inn á Danderyds sjukhus, og hittum skurðlækni, ljósmóður og svæfingarlækni í sambandi við keisaraskurðinn í næstu viku (9.júlí), og fengum að vita hvernig þetta mun ganga fyrir sig o.s.frv. Hittum sama skurðlækni og ljósmóður og tók á móti Skarphéðni fyrir 4 árum. Það eru víst gerðir allt að 6 svona skipulagðir keisaraskurðir á dag á þessari deild, eða um 1200 á ári - þannig að þetta ætti ekki að vefjast mikið fyrir þeim....

Seinni partinn fórum við Skarphéðinn svo með Hrefnu á ströndina til að busla smá.... :-)