Friday, July 25, 2008

Vera

Vera frænka kom í heimsókn með mömmu sinni og pabba og gisti 1 nótt hjá okkur. Það var mjög gaman - fannst mömmunni sérstaklega sem var búin að hanga innanhúss í fleiri daga (með missárar geirur og heimsóknir á spítalann í gulumælingu sem hápunkt vikunnar...!). Við fórum á Skansen, á ströndina, sjoppuðum soldið, busluðum heima í garðinum og höfðum afmæliskaffi, því Vera átti einmitt 4ra ára afmæli 25.júlí. Það var prinsessuterta, prinsessuservíettur, og prinsessukóróna - enda er Vera algjör prinsessa.... :-)


Hér eru Erlumyndir frá heimsókninni.











1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þau eru svo mikið æði þessi börn okkar :) Og skarpi er bara ekkert léleg fyrirsæta!!
E

12:39 am  

Post a Comment

<< Home