Monday, July 21, 2008

Athugasemd

Ég er hér með smá athugasemd við inlegg með titilinn "Bless bumba". Það sem ég hef um það að segja er: Ha ha ha, En það djók... Því that bumba aint going nowhere! Og það sem meira er, kvikindið virðist hafa öðlast eigið líf. Ef mamman hlær, byrjar mikið búðingspartý og vömbin hristist lengi á eftir. Svo vellur þetta uppúr hvaða buxnastreng sem er....! Reyndar er ekki alveg rétt að vömbin sé ekki að minnka - því ekki er langt síðan það var ekki einu sinni ráðið við að troða kvikindinu oní neinn buxnastreng - en nú er það s.s. hægt, þannig að vömbin virðist vera á undanhaldi...

Svo er hér eitt reikningsdæmi þessu tengt sem ég skil ekki alveg. Áður en ég eignaðist dömuna var ég 81 kíló. Svo fæðist frökenin, þannig að ég losna þar við þau 3 kíló sem hún vó, plús legvatn og fylgja og það allt. En þegar ég steig á vigtina þegar ég kom heim - sýndi hún 79 kíló! Getur einhver skýrt það reikningsdæmi út fyrir mér....?!!? Reyndar var þá mjólkin að byrja að koma - kannsk það sé svona heavy stuff...?
En núna, um 10 dögum seinna sýnir vigtin 72 kíló, þannig að 7 kíló hafa horfið...sporlaust? Kannski virkar brjóstagjöfin einsog fitusog? Reyndar held ég að aðalskýringin sé vökvastöfnun, sem nú er að hverfa úr kroppnum.
Já, kroppurinn er merkilegt fyrirbæri.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

7 kg á viku er nú alveg dágóður slatti! þú verður orðin þvengmjó að nokkrum mánuðum (billjón brjóstagjöfum og göngutúrum) liðnum!!!
Lítur svo vel út súpermamí :)
E

7:12 pm  
Blogger klara_bjorg said...

la,la,la,la...vogir eru aðeins fyrir veiklynda ......:) .....svo lengi sem þú heyrir ekki einhvern kalla "there she blows"......ertu nokkuð góð......
bestu kveðjur
Moby

7:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ekki gera ráð fyrir að missa 7 kíló hverja viku, ha ha ha... Maður á að hafa áhyggjur af öllu öðru en kílóum fyrst eftir barnsburð, heyrirðu það frænka góð!

Hjödda

11:20 pm  

Post a Comment

<< Home