Sunday, July 20, 2008

litla gula hænan

Já, greyið er soldið gul.
Búin að fara 4 sinnum á spítalann til að mæla guluna, en hefur nú verið útskrifuð af gulu deildinni. Gulan er s.s. að minnka og ekkert til að hafa áhyggjur af. Skarphéðinn stóri bróðir var ansi gulur líka þegar hann fæddist, og þurfti að fara tvisvar á spítala í ljósameðferð við gulunni, en hún sleppur semsagt við það.

Til að losna við guluna eiga börnin að vera duglega að drekka, og fá eins mikla dagsbirtu á sig og hægt er. Þess vegna liggur hún hér úti í "sólbaði" í dagsbirtunni, smá stund. Gott að hafa bangsann frá Fríðu frænku með til halds og trausts. Svo var okkur sagt að fylgjast með hvort hún væri mjög "sljó", en það er faktíst ekki létt að dæma hvort einhver sem sefur 21 tíma á sólarhring sé sljór eða ekki...

Annars gengur allt vel - núna þegar brjóstagjöfin er komin í lag. En það var hún alls ekki til að byrja með... Mamman fékk sár á bæði brjóstin (!) svo daman fékk pela í 3 daga á meðan þau voru að gróa og mamman var þá í fjósinu á þriggja tíma fresti að mjólka sig í pela.... gaman - Not. Síðan fórum við dömurnar til Amningsmottagningen - eða brjóstagjafaráðgjöfina (týpískt sænskt, svíar eru svo miklir brjóstagjafafasistar: ef þú ert ekki með barnið þitt á brjósti þá ert eitthvað klikk!).
En það var mjög gott og lærðum við þar (á gamals aldri) hvernig á að gefa brjóst (án þess að fá sár). Daman er með soldið lítinn munn og hefur tilhneigingu til að opna hann ekki nógu mikið, þannig að mamman þarf að fylgjast með því að hún taki brjóstið rétt.







0 Comments:

Post a Comment

<< Home