Monday, September 29, 2008

Sæta snúllan !

Mamman og Unnur Sóldís skruppu til Lóu um helgina - í crash-kúrs í ljósmyndun, hjá honum Róbert, manni saumaklúbbs-Höllu, en hann er mikill áhugamaður um ljósmyndun. Það var mjög skemmtilegt, og við lærðum mikið (vonandi fer maður að komast framhjá "auto" takkanum á myndavélinni bráðlega!). Lóa var nýbúin að kaupa stúdíókastara til að nota til að taka myndir af barnafötunum sem hún selur á Ecoloco.
Sætu snúllunni var skellt á teppi þegar hún vaknaði og notuð til æfinga.



Mamma fótósjoppar

Mamman er jú í fjarnámi... í "Digital bildbehandling", eða í Photoshop. Búin að læra helling - Mjög skemmtilegt!

Hér kemur ein mynd úr garðinum (fyrir og eftir) sem er búið að meðhöndla á eftirfarandi hátt:
Klippa hana með crop tool
Breyta í Svart hvítt með því að setja saturation í núll í Hue/Saturation
Auka kontrast með S-laga kúrfu í Curves
Auka kontrastinn meira með því að minnka birtu og auka kontrast í Brigthness/Contrast
Minnka myndina í 900 pixla á breiddina
Auka skerpu með filter > sharp > unsharp mask
Setja svartan ramma í Image > Canvas
Vista sem Jpeg.



Hnakkaæfingar

Hún Unnur Sóldís er með soldið lélega hnakkavöðva... þarf að æfa sig í því að liggja á maganum og þjálfa hnakkavöðvana. Ein ljósmóðir sem við hittum vill að börnin eigi að liggja á maganum á eldhúsborðinu á meðan restin af fjölskyldunni er að borða. Held nú ekki að fröken Unnur hafi hnakka úthald í það ..... :-)

Stundum fær hún að skoða slúðurblöðin þegar hún er í þjálfun, og stundum snuðauglýsingar. Það er svona jafn(ó)vinsælt.



Friday, September 26, 2008

Fatatiltekt

Í dag var stóri fatatiltektardagurinn. Gömlu barnafötin hans Skarphéðins dregin niður af háaloftinu og farið í gegnum allt saman....! Unnur Sóldís var að sjálfsögðu með í því - lá á gærunni og fylgdist grannt með. Föt í stærð 98 fara til Funa frænda á Íslandi, og 86 og minna verður gefið, nema það sem Sóldísi leist vel á og getur hugsað sér að nota í framtíðinni.Skarphéðinn er sjálfur í nr. 104 eða 110, enda 108 cm langur.

Sjóræninginn

Skarphéðinn fékk þennan sjóræningjabúning í afmælisgjöf frá þeim Söru, Írisi og Ómar Kára. Fer stundum í hann á góðum degi - og finnst hann þá ógeðslega flottur gæi.... :-)



Thursday, September 25, 2008

Gröna lund

Gröna lund, tívolíið hér í Stokkhólmi er að fara að loka fyrir veturinn. Við vorum þar, hela familjen síðustu helgina áður en lokaði. Með Candyfloss og allan pakkann.... :-)



Thursday, September 18, 2008

Ekológíska fyrirsætan

Hún Unnur Sóldís stóð sig einsog hetja í fyrsta fyrirsætustarfi sínu á Ekókvöldinu Eat Love Live.

Íklædd ekólógískum galla frá Ecoloco var hún s.s. fyrirsæta kvöldsins, og mikið aðdráttarafl fyrir þær 700 kvinnor sem voru komnar til að hlusta á fyrirlestra um ekológískar vörur og lífsstíl.
Hi hi....






Wednesday, September 17, 2008

Amma og afi í heimsókn

Amma Ellen og afi Víking komu í stutta heimsókn frá Íslandi um helgina. Myndina af Skarphéðni og Víking tók Ellen útá róló.



Saturday, September 13, 2008

Unnur Sóldís módel

Jæja, þá er Unnur fegurðardís búin að fá fyrsta módelverkefnið sitt :-).
Það verður á þriðjudaginn kemur á uppákomunni Eat Love Live, sem kvennanetverkið 4good friends stendur fyrir. Þetta kvöld fjallar s.s. um það "Að lifa og borða meðvitað" - dagskráin hljómar mjög spennó. Unnur verður fyrirsæta fyrir Ecoloco sem selur ekológísk barnaföt á netinu - mjög flott!

Það er hún Lóa vinkona okkar sem á og rekur þessa netverslun, ótrúlega dugleg! Er að þarna að láta drauminn sinn rætast, ásamt því að vera að vinna 80% í venjulegu vinnunni sinni. Við erum svo stoltar af henni, Unnur og ég.

Ég, Begga og Lóa (og Unnur Sóldís of kors) höfum hist í hádeginu 1x í viku undanfarið (já já, mig dreymir um að vera svona Lattelunch-mamma = alltaf úti á stöðunum að drekka kaffi latte). Þar erum við Begga að "skipta okkur af" málum hjá Lóu; Útlitinu á síðunni, hvernig nafnspjöldin eiga að líta út osfrv. Enda erum við konur með Skoðanir :-).
Begga er by the way með mjög skemmtilegt matarblogg, enda mikill matgæðingur.




Friday, September 12, 2008

Kross á krúttið

Hún Gíslína móðursystir mín (Halldóru) sendi okkur pakka um daginn. Í honum var ma. íslenskt nammi og þessi fallegi kross fyrir hana Unni Sóldísi (sem ég var að reyna að taka mynd af) Oooo... hugsaði ég þegar ég sá hann - alveg einsog mamma hefði gert. Og í bréfinu skrifaði hún einmitt það sama: að þetta væri krossinn sem hún vissi að mamma myndi hafa sent....
Hjartarótayljandi.




Wednesday, September 10, 2008

Stóri og litla

Og hér eru þau saman, sætustu Íslendingarnir í Stokkó.
Ótrúlega ólík...:-)



Tuesday, September 09, 2008

Unnur Sóldís tveggja mánaða

Unnur Sóldís stækkar og stækkar.
Enda er hún dugleg að drekka hjá mömmu sinni :-). Hún er líka orðin miklu "mjúkari" og komin með djúpar krúttfellingar á lærunum. Hún er enn voða róleg og góð þessi elska, og alltaf jafn yndisleg.... Sefur vel á nóttunni, rétt vaknar til að drekka, oftast undir morgunn. Hún vill helst sofa uppí hjá mömmu og pabba, finnst gott að kúra þar og sofnar yfirleitt strax í hlýjunni hjá okkur. Það verður bara soldið þröngt þegar Skarphéðinn skríður uppí líka (sem hann gerir á hverri nóttu....!). Svo er hún farin að sofa útí vagni á daginn, sefur mjög vel þar.

Okkur finnst hún orðin voða "stór" og mikil manneskja. Horfir mikið í kringum sig og fylgist með. Er voða kát þegar hún vaknar á morgnana, brosir, hlær og hjalar...
Hún er mest vakandi á kvöldin, vill þá láta halda á sér, og fá sjúss reglulega hjá mömmu (oftar en á daginn), og vill fá sér hænublund í heitu fanginu á mömmu og pabba af og til....
Ljúft líf.



Monday, September 08, 2008

Á (fótósjopp) skólabekk.

Mamman er búin að skrá sig í kúrs í Photoshop, eða "Digital bildbehandling". Sem fer fram sem fjarnám frá Jönköpings háskóla. Mjög sniðugt og mjög skemmtilegt ! (so far allavega). Maður þarf aldrei að mæta í skólann, og tekur námið bara í sínum takti. Það á að taka 1 önn, en maður hefur 1 ár til að skila inn verkefnunum - ef maður ætlar að fá "diplómuna". Kennslustundirnar eru á vídeóformi, 1 klt. í hvert skipti, og nýr fyrirlestur ásamt glósum og verkefnum er settur á netið hvern fimmtudag kl. 20. Maður horfir bara á fyrirlesturinn þegar hentar (ég tók alla þrjá sem komnir voru á föstudagskveldið þegar það rann upp fyrir mér: Hey, var ég ekki búin að skrá mig í einhvern kúrs....?). Verkefnum er svo skilað inn á netinu, en það er ekki enn komið að því. Þetta virðist vera vinsæll kúrs, því bekkjarsystkini mín eru á annað þúsund....(!)
Kennarinn líkti þessu í fyrsta fyrirlestrinum við Vasaloppet (skíðagangan); Það eru nokkur þúsund sem leggja upp, sumir eru mjög einbeittir og skíða áfram og eru ákveðnir í að standa sig vel, aðrir eru meira svona.... í bláberjasúpunni og spjallandi á kantinum, en flestir einhvers staðar mitt á milli.

Á vefnum þeirra eru svo alls konar umræðuhópar þar semfólk er að sýna myndirnar sínar og biðja samnemendur og kennara um álit og feedback.
Mjög gaman.....

Mamman fór útí garð í dag með fínu myndavélina hans Freys til að taka myndir til að nota seinna í kúrsinum, hér eru nokkrar:




Saturday, September 06, 2008

Nýleg sena frá eldhúsborði...

Ætlaði að festa smá hjal á pixla, en fékk aðallega sprikl... :-)

Friday, September 05, 2008

Stór dagur

Stór dagur í gær.
Við tókum hjálpardekkin af hjólinu hans Skarphéðins - og hann bara hjólaði af stað einsog hann hefði aldrei gert annað en að hjóla hjálpardekkjalaust...!
Og Ótrúlega ánægður með sig. Er nú búinn að tala mikið um þetta, og hvað hann sé nú orðinn stór :-). Tók smá tíma að læra að taka af stað, en nú er það alveg komið.

Fór svo á hjólinu í leiksólann og vildi segja Fröken (fóstrunni) frá þessi á leikskólanum, en þorði ekki.... svo pabbi þurfti að gera það. Fröken fannst það mjög merkilegt, og sagði að þau skyldu segja frá þessu á "samlingen", þar sem þau sitja í hring og tala saman. Og að hún myndi hjálpa honum (því hann er svo rosalega feiminn). Svo þegar við fórum heim úr leikskólanum var allt liðið safnað saman á grindverkinu til að horfa á hann hjóla - og klöppuðu svo fyrir honum.... :-)
Oooo, svo sætt....

Svo nú er bara hjólað út um allt.



Annað vídeó af viðburðinum...:


Tuesday, September 02, 2008

Me so sweet....

...í krúttlega doppukjólnum frá ömmu og afa.