Friday, September 26, 2008

Fatatiltekt

Í dag var stóri fatatiltektardagurinn. Gömlu barnafötin hans Skarphéðins dregin niður af háaloftinu og farið í gegnum allt saman....! Unnur Sóldís var að sjálfsögðu með í því - lá á gærunni og fylgdist grannt með. Föt í stærð 98 fara til Funa frænda á Íslandi, og 86 og minna verður gefið, nema það sem Sóldísi leist vel á og getur hugsað sér að nota í framtíðinni.Skarphéðinn er sjálfur í nr. 104 eða 110, enda 108 cm langur.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

einmitt það sem ég er alltaf á leiðinni að fara að gera...
dugleg!
E

12:35 am  

Post a Comment

<< Home