Á (fótósjopp) skólabekk.
Mamman er búin að skrá sig í kúrs í Photoshop, eða "Digital bildbehandling". Sem fer fram sem fjarnám frá Jönköpings háskóla. Mjög sniðugt og mjög skemmtilegt ! (so far allavega). Maður þarf aldrei að mæta í skólann, og tekur námið bara í sínum takti. Það á að taka 1 önn, en maður hefur 1 ár til að skila inn verkefnunum - ef maður ætlar að fá "diplómuna". Kennslustundirnar eru á vídeóformi, 1 klt. í hvert skipti, og nýr fyrirlestur ásamt glósum og verkefnum er settur á netið hvern fimmtudag kl. 20. Maður horfir bara á fyrirlesturinn þegar hentar (ég tók alla þrjá sem komnir voru á föstudagskveldið þegar það rann upp fyrir mér: Hey, var ég ekki búin að skrá mig í einhvern kúrs....?). Verkefnum er svo skilað inn á netinu, en það er ekki enn komið að því. Þetta virðist vera vinsæll kúrs, því bekkjarsystkini mín eru á annað þúsund....(!)
Kennarinn líkti þessu í fyrsta fyrirlestrinum við Vasaloppet (skíðagangan); Það eru nokkur þúsund sem leggja upp, sumir eru mjög einbeittir og skíða áfram og eru ákveðnir í að standa sig vel, aðrir eru meira svona.... í bláberjasúpunni og spjallandi á kantinum, en flestir einhvers staðar mitt á milli.
Á vefnum þeirra eru svo alls konar umræðuhópar þar semfólk er að sýna myndirnar sínar og biðja samnemendur og kennara um álit og feedback.
Mjög gaman.....
Mamman fór útí garð í dag með fínu myndavélina hans Freys til að taka myndir til að nota seinna í kúrsinum, hér eru nokkrar:
2 Comments:
Býst við listaverkum frá þér innan tíðar! Þú hefur heldur betur auga fyrir öllu svona löguðu....
Hjödda
gaaaaaarg hvað þú ert dugleg! þú verður sko ekkert í bláberjasúpunni á kanntinum hehe... but than again, hvað er svo sem að því ef þú pikkar photosjopp taktana upp á endanum (og með krílið á brjóstinu hmmm)?
Ótrúlega sniðugt og mig langar mjög að læra one day... (skil bara sænskuna ekki svona vel)
E
Post a Comment
<< Home