Ordning och reda
Þeir sem þekkja mig (HS) vita að ég er mjög mikið fyrir að hafa röð og reglu á hlutunum.... (muhahaha). Eða þannig.
En nú er allavega komin regla á smádótið í herberginu hans Skarphéðins, sem við S. erum mjög ánægð með. Nú hafa bílarnir fengið eigin kassa fyrir sig, sömuleiðis pleimódótið, og öll dýrin og karlarnir - sem er einsog vaxi þarna inní herberginu.
Kassana keyptum við í Röð-og-reglu himnaríkinu Granít. Tókum svo myndir og límdum á kassana - til að ekki fari á milli mála hvað á að vera hvar. Og kyrjum svo saman einkunnarorð Húsmæðraskólans í Reykjavík: Staður fyrir hvern hlut, hver hlutur á sínum stað.
(Freyr elskar okkur fyrir þetta!)
3 Comments:
Ojæja, batnandi konu er best að lifa..... thi thi thi...
Hjödda
vá, þetta er meira að segja betra heldur en heima hjá maníaknum mér!! Vel af sér vikið - þá er bara að sjá hvort Skarpó hafi erft skipulagið hans föður síns og gangi því alltaf frá rétt eða skipulagða kaos móður sinnar, fíli myndirnar og kassana en sé frekar sama hvað fer í hvað... ;))
E
Já, lítur eiginlega ekki vel út í sb. við þetta með að erfa tiltektarmaníuna.... enn sem komið er.
:-) HS.
Post a Comment
<< Home